Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 35
35
Aðalleikkonan Macarena Gómez, í spænsku myndinni Til leigu (2006,
Jaume Balagueró, Peclículas para no dormir: Para entrar a vivir) minnir
skemmtilega á frægustu leikkonu suður-evrópskra hrollvekja, hina ensku
Barböru Steele, sem varð að íkoni þessara kvikmynda með sérstæðu andliti
sínu, dálítið útstæðum og óvenjustórum augum og madonnulegum þokka.
Á sjöunda áratugnum blómstruðu suðrænar hrollvekjur í leikstjórn þeirra
Mario Bava, Lucio Fulci (Ítalía), Paul Naschy og Jesus Franco (Spánn), í
upphafi þess áttunda bættist þeim svo liðsauki í Dario Argento (Ítalía), sem
er enn að.
Yfirbragð þessara hrollvekja er munúðarfullt, eiginlega glæst, og gotn-
esk áhrif voru áberandi með tilheyrandi andrúmslofti hnignunar, grótesku
og erótískum undirtónum — sem reyndar voru ekki alltaf „undirtónar“.
Myndirnar hafa næstum áþreifanlega áferð og andrúmsloft sem reyndist
afar áhrifaríkt, ekki síst hvað varðaði myndrænar áherslur í hryllingsmynd-
um.1 Þetta var blómatími hrollvekjunnar, unnið var með formið og hryll-
ingur útfærður á nýjan hátt, í átt frá hinum „klassíska“ stíl yfir í andrúms-
loft sem hentaði betur nýjum tímum. Þrátt fyrir að gotneskan hafi ekki
1 Mikilvægi þessara suður-evrópsku hrollvekja er til dæmis dregið fram í greinum
David Sanjeks og Leon Hunt, „Fan’s Notes: The Horror Film Fanzine“ og „A
(Sadistic) Night at the Opera: Notes on the Italian Horror Film“, The Horror
Reader, ritstj. Ken Gelder, London og New York: Routledge, 2000, bls. 314–323
og 324–335, og bók Joan Hawkins, Cutting Edge: Art-Horror and the Horrific
Avant-garde, Minneapolis og London: University of Minnesota Press, 2000. Sjá
einnig fyrirlestur Steven Jay Schneider, „World Horror Cinema and the US:
Bringing it all back home“, frá árinu 2002, sem finna má á slóðinni http://web.mit.
edu/cms/Events/mit2/Abstracts/Schneiderpaper.pdf, síðast skoðað 170809. Hluti
þessa erindis er svo hluti af inngangi safnritsins Horror International, ritstj. Steven
Jay Schneider og Tony Williams, Detroit: Wayne State University Press, 2005.
Úlfhildur Dagsdóttir
Hrollvekjur liggja til allra átta
Formúlur og afturgöngur á ferð um heiminn
Ritið 2/2010, bls. 35–65