Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 36
36
ÚlfhilDuR DaGsDóttiR
horfið, þá eru það ekki lengur hin hefðbundnu gotnesku skrýmsli sem ráða
ríkjum. Vægi kynhlutverka breytist sömuleiðis; þáttur karlkynshetjunnar
minnkar samfara aukinni áherslu á konuna — reyndar að miklu leyti á for-
sendum sjónrænnar nautnar að hætti Lauru Mulvey.2 Hlutur kvenna í
hrollvekjum átti seinna eftir að breytast og eflast til muna.
Síðustu árin hafa suðrænar hrollvekjur orðið áberandi á ný og sem fyrr
búa þær yfir sérstæðum áhrifum. Einn þeirra leikstjóra sem vakið hefur
athygli er Jaume Balagueró, en mynd hans Upptaka (2007, [Rec]) hlaut
þann (vafasama) heiður að vera endurgerð fyrir bandarískan markað sem
Sóttkví (2008, John Erick Dowle, Quarantine).3 Bandarískar endurgerðir á
alþjóðlegum hryllingsmyndum hafa reyndar verið nokkuð algengar undan-
farin ár og sýna vel hvernig hrollvekjan rýfur landamæri ýmiskonar, bæði
milli landa og kvikmyndagreina. Eitt af því sem gerir hrollvekjuna áhuga-
verða er að þrátt fyrir að vera fremur skýrt afmörkuð kvikmyndagrein,
bundin í formúlur sem stýra framrás frásagnar, leikstíl og myndatöku, þá
rýfur hún einnig iðulega þau mörk sem aðgreina listrænar myndir frá því
efni sem tilheyra þykir meginstraumnum. Þetta er sérlega áberandi þegar
kemur að hrollvekjum sem framleiddar eru utan Bandaríkjanna, en tak-
markast þó ekki við þær. Eins og komið verður að hér síðar þá felst þetta
rof á markalínum ekki síst í því hvernig áhorfendur nálgast myndirnar og
lesa úr þeim, en hrollvekjan er kvikmyndagrein sem hefur frá upphafi
verið háð viðhorfum og fordómum eða væntingum sem móta upplifunina
og stýra viðtökum.4 Hrollvekjan er því lesin á ólíkan hátt eftir því hvar og
hvenær hún er sýnd, hvort hún er gömul eða ný, heima eða heiman og allt
er þetta hluti af því hvernig hún er færð í sitt afmyndaða form og hvernig
2 Þeir David Sanjeks og Leon Hunt nefna báðir aukna áherslu á konur í þessum
myndum. Kenning Lauru Mulvey gengur í stuttu máli út á það að konunni sé stillt
upp sem erótísku viðfangi fyrir framan myndavélina, sem er skilgreind út frá
augnaráði karlmannsins. Sjá Laura Mulvey, „Sjónræn nautn og frásagnarkvik-
myndin“, þýð. Heiða Jóhannsdóttir, Áfangar í kvikmyndafræðum, ritstj. Guðni
Elísson, Reykjavík: Forlagið, 2003, bls. 330–341. Greinin birtist upphaflega árið
1975.
3 Balagueró leikstýrði myndinni reyndar í félagi við annan leikstjóra, Paco Plaza,
sem einnig gerði mynd í sömu seríu og Til leigu.
4 Jeffrey Sconce fjallar mikið um þennan þátt lesturs og nálgunar í grein sinni
„‚Trashing‘ the Academy: Taste, Excess, and an Emerging Politics of Cinematic
Style“, Screen 36, hefti 4, 1995, bls. 371–393. Sjá líka bók Hawkins, sem helgar
einn kafla skrifum Pauline Kael um viðtökur og lestur á hrollvekjum og öðrum
lágkúrumyndum.