Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 38
ÚlfhilDuR DaGsDóttiR
38
afar takmarkaða tilfinningu fyrir stærra umhverfi sem þrengist enn þegar
þau koma að húsinu, en umhverfi þess er afar eyðilegt. Inni í húsinu
þrengist enn um, þrátt fyrir að hátt sé til lofts og vítt til veggja í anddyrinu:
allar útgönguleiðir leiða inn í nýja gildru, hvort sem það er glugginn sem
vísar út í lokað port eða útidyrnar sem eru rammgerðar og vandlega læstar.
Lyftunni er lokað með grindum og hún er því augljóslega gildra. Til að
ítreka það að þeir sem fara inn í húsið komast þaðan aldrei aftur er
umhverfið hlaðið gínum, ýmist heilum eða í hlutum; einskonar leifum af
fólki sem hefur stirðnað eftir augnaráð hinnar geðsjúku Medúsu sem stýr-
ir húsinu. og líkt og Medúsa er hún að hluta til aumkunarverð, hana lang-
ar einfaldlega að hafa líf í húsinu og hlúa að leigjendum sínum. Hana
langar í fjölskyldu, því að sonur hennar reyndist ekki vel heppnaður — í
lokin kemur í ljós að hann er bundni maðurinn og kolóður.
Upptaka í gangi
Sú innilokunartilfinning sem Til leigu gerir út á, með tilheyrandi klassískri
samfellu heimilis og hryllings er tekin enn lengra í næstu mynd Balagueró,
Upptöku.7 Hér segir frá zombíum, en eins og allir vita eru þær ekki aðeins
morðóðar heldur einnig sísvangar og bráðsmitandi. Sögusviðið er álíka
afmarkað og lokað — að þessu sinni er húsið sem er vettvangur hryllings-
ins bókstaflega sett í einangrun af yfirvöldum sem óttast útbreiðslu plág-
unnar.8 Myndin er tekin í einskonar „dogma“ stíl og hefst á því að sjón-
varpsfréttakona og upptökumaður fylgja brunaliðsmönnum eftir eina nótt,
sem reynist öllu viðburðaríkari og afdrifaríkari en gert var ráð fyrir.
Brunaliðið er kallað út í hús en úr einni íbúðinni heyrast ókennileg öskur
konu, eins og hún væri andsetin, segir einn nágrannanna. Lögreglan er
þegar komin á staðinn og mótmælir návist sjónvarpsfréttafólksins. Þessi
átök um réttinn til að mynda (sem sveiflast frá hreinni æsifréttamennsku
yfir í að koma í veg fyrir þöggun yfirvalda) halda áfram út alla myndina og
skapa hæfilega sannfærandi andrúmsloft fréttamyndar og gera það að
7 Það er þó langt því frá að Upptakan hafi verið fyrsta hrollvekja Balagueró, þó að
hún hafi verið fyrst til að vekja almenna athygli. Áður hafði hann kveikt í hroll-
vekju nördum með myndum eins og Hinir nafnlausu (1999, Los sin nombre), Myrkrið
(2002, Darkness) og Brothætt (2005, Frágiles), en þær eru allar enskumælandi. Það
er dálítið írónískt að hann hafi ekki náð að slá verulega í gegn fyrr en hann gerði
spænskumælandi mynd.
8 Hér má aftur sjá tilvísanir til kenningar Freuds, sbr. fótnótu 5.