Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 39
HRoLLVEKJUR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA
39
verkum að sá stíll virkar síður þvingaður.9 Í íbúðinni finnst alblóðug gömul
kona sem reikar um að því er virðist í annarlegu ástandi. Skyndilega ræðst
hún á annan lögreglumannanna og bítur hann á háls. En þegar kallað er á
hjálp kemur í ljós að húsið hefur verið sett í sóttkví og enginn kemst út eða
inn, hvorki verðir laganna með deyjandi manninn né faðir sóttveikrar
smástelpu, en sá hafði farið út að sækja lyf handa henni. Fólk heldur áfram
að meiðast og valdabarátta hefst inni í húsinu. Sóttvarnarlæknir kemur á
staðinn og viðurkennir að yfirvöld viti ekki hvað sé að gerast. Tilkynnt hafi
verið um hund sem féll í dá en vaknaði upp afar árásargjarn og ekki sé vitað
hvað olli. Í ljós kemur að þetta er hundur sóttveiku stelpunnar. Þegar hér
er komið sögu gera allir sér grein fyrir smithættunni — nema móðirin sem
mótmælir ákaft. Atriðið með barnið, samfara átökunum um yfirráð sem
áður hafa farið fram, er bein tilvísun í kvikmynd George Romeros, Nótt
hinna kviku náa (1968, Night of the Living Dead), en þar lokar hópur fólks
sig inni í húsi til að verjast zombíum. Stúlkubarn er bitið en foreldrarnir
eru í afneitun, sem endar auðvitað með því að barnið drepur þau bæði, rétt
eins og stúlkan í Upptöku bítur móður sína. Í mynd Romeros deila tveir
karlmenn um forystuhlutverkið, annar er hvítur og hinn svartur. Þannig
eru valdaátökin útfærð að hluta til í form kynþáttabaráttu, en blökkumað-
urinn er sá eini sem lifir af í húsinu. Í Upptöku eru kínverskir innflytjendur
meðal íbúa hússins og aðrir íbúar kenna þeim um smitið, enda er faðir
konunnar veikur. Ógnin kemur þó innan frá, ekki aðeins frá barninu, sem
svo sannarlega er heimaræktuð, heldur frá einu af innsta vígi Spánar, kaþ-
ólskunni. Í risíbúðinni, sem talin er standa auð, hefur fulltrúi Vatíkansins
verið að gera leynilegar tilraunir með stúlkubarn sem álitið er andsetið, en
er í raun bara með zombíuplágu. Markmiðið er að finna lækningu sem
greinilega hefur mistekist því að zombían er enn í íbúðinni, en
Vatíkanmaðurinn ekki.10 Greinilegt er að hún hefur smitað hundinn og
þannig áfram. Þessi spurning um ytri eða innri ógn er stef við enda mynd-
9 Helsta vandamál þessarar fyrstu persónu myndatöku er auðvitað spurningin: þegar
svona mikið gengur á, af hverju þá að halda áfram að mynda? Er fólkið ekki of
skelkað til þess að hugsa um myndavél? Þetta er sérlega áberandi í Smáratorgi
(2008, Matt Reeves, Cloverfield), en þar er einfaldlega ekki nægilega góð ástæða
fyrir myndatökunni. Þessi spurning um myndatöku og þátt/samsekt myndatöku-
manns var tekin til umfjöllunar í hinni nú klassísku Maður bítur hund (1992, Rémy
Belvaux og André Bonzel, C’est arrivé près de chez vous).
10 Fulltrúi Vatíkansins kemur frá Madrid og er þannig „utanaðkomandi“ í Barcelona,
ekki bara af því hann kemur frá annarri borg, heldur er líka spilað hér á átök milli
Katalóna og Spánverja.