Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 40
ÚlfhilDuR DaGsDóttiR
40
ar Romeros, þegar svarta hetjan er skotin niður af zombíuveiðimönnunum
— þeir, sem eru fulltrúar valdsins og hreinsunarinnar, hreinsa allt sem þeir
álíta hættulegt, hvort sem það eru blökkumenn eða zombíur.
Allar tilvísanir Upptökunnar eru hugvitsamlega unnar og staðfærðar.
Það er til dæmis sláandi hvað veika barnið er áberandi í mynd, sem gefur
strax til kynna að það leiki lykilhlutverk. Sá áhorfandi sem þekkir mynd
Romeros grunar barnið auðvitað strax um græsku, en myndatakan undir-
strikar mikilvægi þess fyrir þá sem ekki þekkja klassíkina. Á sama hátt er
hluti kynþáttafordóma ekki settur í forgrunn, heldur haldið til haga sem
áhrifamiklum undirtóni og verður hann því aldrei áróðurskenndur.
Tilvísanir af þessu tagi eru mikilvægur hluti hrollvekjunnar sem þrífst á
mjög nánu sambandi við aðrar hrollvekjur. Af öllum greinum er hrollvekj-
an sú sem hvað mest er í samtali við „hefðina“ og þessi tengsl birtast á
ýmsan hátt, ýmist í greinilegum tilvísunum, þar sem tiltekin fyrirbæri úr
sögu hrollvekjunnar eru hreinlega talin til, eða á yfirfærðan hátt eins og
reyndin er í Upptökunni, en þar er orðið „zombía“ aldrei nefnt.11
Kaþólska skýringin er í þessu sambandi sérlega áhugaverð en zombían
er afkvæmi vúdú-trúar sem er blendingur af kaþólsku og afrískum trúar-
brögðum. Í mynd Romeros er hún strípuð af þessum trúarlegu undirtón-
um og yfirfærð á tæknivætt nútímasamfélag, en í Upptökunni fær hún þá
aftur. Í ítölsku zombíumyndunum sem fylgdu eftir vinsældum Romeros er
vúdú-undirtónunum einmitt oft viðhaldið, enda eru þær gerðar í landi þar
sem kaþólska er enn ráðandi menningarafl.12 Upptakan tekur þá einnig
upp, en nú með því nýjabrumi að vúdúið er horfið, með undirtónum „inn-
flutnings“ og utanaðkomandi kynblandaðrar ógnar, og kaþólskan stendur
strípuð eftir.13 Þannig er enn snúið upp á zombíustefið og það aðlagað
nýju umhverfi og allt er þetta þáttur í þeim tilvísanaspíral sem hrollvekjan
þrífst á.
Fyrsta tilvísunin er þó auðvitað myndatakan og sjónrænt yfirbragð
myndarinnar, sem strax í kynningartitlum og lógóum er trufluð, með raf
11 Allavega ekki að ég fái séð (í textanum) eða heyrt (með minni tæpu spænskukunn-
áttu).
12 Fyrir þá sem vilja kynna sér menningarheim zombíunnar frekar bendi ég á grein
mína, „,Dauði! Maður er verðlaunaður með dauða‘: Af ódauðum, hálfdauðum og
lifandi dauðum eða bara almennt um doða og deyfð“, Ritið 3/2003, bls. 53–72.
13 Þessi þráður andsetningar vísar svo til annarrar tegunda mynda, þeirra sem fjalla
um áhrif djöfulsins og andsetningar, en frægust þeirra er auðvitað Særingamaðurinn
(1973, William Friedkin, The Exorcist).