Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 42
ÚlfhilDuR DaGsDóttiR
42
markvisst með ímynd þjóðar (og heimshluta) og henni bókstaflega beitt
sem (myndatöku)tækni. Í Til leigu ber einnig nokkuð á þessu tilfinninga-
lega stjórnleysi, án þess þó að verða beinlínis að retórísku bragði eins og í
Upptöku. Augljóslega er æsingur og hróp og hlaup ævinlega mikilvægur
hluti hrollvekjunnar en í þessum spænsku myndum er það greinilega klætt
í suðrænan búning.
Formúla
Báðar myndir fylgja formúlum hrollvekjunnar vandlega eftir. Lagt er upp
með ástand sem ætti að vera afskaplega venjulegt — að skoða leiguíbúð
eða að afla frétta — en reynist að sjálfsögðu banvænt. Áhorfandinn ber
strax kennsl á öll teiknin: þegar dyrnar lokast á eftir unga parinu í Til leigu
er ljóst að þau munu aldrei komast út aftur, gínuhlutarnir á gólfinu eru enn
frekari áminning um að þau séu komin út fyrir heimasvæði sitt og yfir á
svið ómennsku. Bundni maðurinn, sem Clara reynir að bjarga og Mario
leysir að lokum með hörmulegum afleiðingum, er bersýnilega brjálaður;
fyrir hrollvekjuaðdáendur er enginn vandi að bera kennsl á muninn á
honum og skelkuðu bundnu konunni inni á baði. Á sama hátt fylgir
Upptakan samviskusamlega eftir öllum helstu krókum uppvakningamynda;
allir bregðast rangt við aðstæðunum og tryggja þannig að smitið breiðist
út. Lögreglu- og brunaliðsmennirnir reyna að hjálpa gömlu konunni og
átta sig ekki á hættunni sem af henni stafar og asísku innflytjendurnir
heimta að fá að hlúa að veikum föður, þó að það sé ljóst að þar með sé
þeirra saga öll. Allar aðgerðir til að verjast reynast hafa þveröfug áhrif og
eftir því sem lifendum fækkar króast þeir meira og meira af, þar til mynda-
vélin fangar fréttakonuna þar sem hún er dregin í burt af zombíu.
Formúlur og hefðir hrollvekjunnar eru í dag afar mikilvægur hluti frá-
sagnarinnar, því að hrollvekjan hefur frá upphafi unnið sitt starf innan
ákveðins ramma. Þessi rammi hefur tekið heilmiklum breytingum, enda
eru stef við formúluna einn af burðarásum allra kvikmyndagreina. Þannig
er formúlan fyrst og fremst grunnur sem nýttur er á margvíslegan hátt, en
í kvikmyndagreinafræðum er lögð nokkur áhersla á að skoða greinina (og
formúlu hennar) sem ferli fremur en fasta.16 Steve Neale bendir á að innan
16 Sjá grein Steve Neale, „Vandamál greinahugtaksins“, þýð. Guðni Elísson, Kvik-
myndagreinar, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006, bls. 125–
160. Sjá einnig inngangsgrein Guðna í sama riti, „Í frumskógi greinanna: Kostir
og vandamál greinafræðinnar“, bls. 9–45.