Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 44
ÚlfhilDuR DaGsDóttiR
44
listrænna kvikmynda og hrollvekjunnar enda hefur leikstjórinn lýst því
hversu erfitt hafi verið að fá fjármagn fyrir fyrstu tvær myndirnar: þær
þóttu of miklar hrollvekjur og ekki nægilega listrænar.20 Myndir del Toro
eru einmitt áhugaverð dæmi um það víða svið sem hrollvekjan getur
spannað, þvert á það sem henni er almennt ætlað, en allt frá upphafi sög-
unnar hafa hryllingsmyndir verið náskyldar listrænum kvikmyndum og
nægir að nefna þýska expressjónismann sem dæmi. Það eru þó ekki bara
suðrænar hrollvekjur sem vakið hafa athygli á síðustu árum; frá Japan hafa
komið nokkrar ákaflega áhrifamiklar myndir sem slegið hafa í gegn á
Vesturlöndum. Segja má að sú bylgja hafi hafist með Hring (1998, Hideo
Nakata, Ringu) sem var frumsýnd í Japan árið 1998. Hún var endurgerð
fyrir Bandaríkjamarkað árið 2002 og í kjölfarið fylgdu fleiri Hring-myndir,
auk annarrar myndar eftir sama leikstjóra, Myrkt vatn (2002, Honogurai
mizu no soko Kara) og Bölvunar-mynda Takashi Shimizu (2002 og 2003,
Ju-On), svo þekktustu titlarnir séu nefndir. Jafnhliða jókst áhugi fyrir
hrollvekjum annarra Asíulanda, með myndum eins og Augað (2002, oxide
Pang Chun og Danny Pang, Gin gwai), en einnig má nefna myndir eins og
hinar kóresku Svæði R (2004, Su-chang Kong, R-Point) og Hýsilinn (2006,
Joon-Ho Bong, Gwoemul), og tælensku myndina Ljósop (2004, Banjong
Pisanthanakum og Parkpoom Wongpoom, Shutter).21 Frá Rússlandi komu
tvær myndir sem vakið hafa nokkra athygli, Næturvakt (2004, Timur
Bekmambetov, Nochnoy dozor) og Dagvakt (2006, Timur Bekmambetov,
Dnevnoy dozor), en þriðja myndin er í framleiðslu. Einnig má nefna hina
fjölþjóðlegu Hin yfirgefnu (2006, Nacho Cherdà, The Abandoned), sem ger-
ist í Rússlandi og er að hluta til framleidd þar, þó að hún sé að mestu leyti
með ensku tali.22 Að lokum má nefna hlut Norðurlandaþjóða, en fyrir
utan að kynna dogma-stílinn hafa Danir einnig sent frá sér nokkrar sláandi
hryllingsmyndir. Lars von Trier, einn af forsprökkum dogma, hefur gert
kvikmyndir sem eru skyldar hrollvekjum, en hans helsta framlag til hryll-
ings er þó sjónvarpsþáttaröðin Lansinn (1994 og 1997, Riget), sem Stephen
King átti eftir að endurgera (illa) fyrir Bandaríkjamarkað (Kingdom
20 Sjá viðtöl við del Toro í bók Jason Wood, The Faber Book of Mexican Cinema,
London: Faber, 2006.
21 Af þessum hafa Augað, Bölvun og Ljósop verið endurgerðar fyrir Bandaríkja-
markað.
22 Steven Jay Schneider álítur fjölþjóðlegar myndir verstar allra þjóðarmynda, því að
þar sé verið að gera öllum til hæfis og því verði ekkert úr neinu. Þetta er ekki
alvitlaust hjá honum en Hin yfirgefnu er þó ekki alvitlaus heldur.