Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Qupperneq 45
HRoLLVEKJUR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA
45
Hospital, 2004). Danir eiga sína eigin Næturvakt (1994, ole Bornedal,
Nattevagten, einnig endurgerð fyrir Bandaríkjamarkað), en af öðrum ný-
legri norrænum hrollvekjum má nefna Frjáls og villtur (2006, Roar Uthaug,
Fritt vilt) og Dauður snjór (2009, Tommy Wirkola, Død snø) frá Noregi og
hina ljúfsáru Leyfðu þeim rétta að koma inn (2008, Tomas Alfredson, Låt den
rätte komma in) frá Svíþjóð.
Allt eru þetta ákaflega ólíkar myndir innbyrðis og sýna vel þá miklu
fjölbreytni sem hrollvekjuformið býður upp á, en innan kvikmyndagrein-
arinnar rúmast fjölmargar undirgreinar, skeið, gerðir eða raðir. Upptaka er
zombíumynd sem lýtur lögmálum þeirrar gerðar hrollvekja, Hringur er
draugamynd, en draugamyndir eiga sér sínar eigin hefðir, Nætur- og
Dagvakt eru hasarhrollvekjur sem er fremur nýlegt fyrirbæri innan kvik-
mynda en hefur lengi þrifist í myndasögum, og norska myndin Dauður
snjór er blanda af unglinga-slægju og zombíumynd. Leyfðu þeim rétta að
koma inn er hins vegar vampýrumynd í bland við nokkra listrænu. Allt eru
þetta þó myndir sem byggja á hrollvekjuformúlum og fylgja þeim nokkuð
nákvæmlega eftir með tilheyrandi textatengslum við greinina í heild. Það
er áhugavert að reyna að koma heimshrollvekjunni fyrir innan fræðilegrar
umræðu um kvikmyndir sem framleiddar eru utan Bandaríkjanna, en slík-
ar má nefna heimsmyndir eða þjóðarmyndir. Í þekktri grein um slíkar
myndir, „Reconceptualizing National Cinema/s“ (1993), skiptir Stephen
Crofts þeim niður í sjö flokka sem eiga að undirstrika fjölbreytni og ólíkar
áherslur í kvikmyndaframleiðslu þjóðarbíósins: Evrópskar listrænar kvik-
myndir (eða listrænar kvikmyndir sem fylgja evrópskum línum), Kvikmyndir
þriðja heimsins, Vinsælar kvikmyndir frá Evrópu og þriðja heiminum, Myndir
sem láta eins og Hollywood sé ekki til (aðallega frá Asíu), Myndir sem herma
eftir Hollywood (aðallega frá enskumælandi löndum), Einræðiskvikmyndir og
loks Þjóðarmyndir.23
Heimshryllingurinn fellur ekki endilega í neinn afmarkaðan flokk og
myndirnar sem hér eru til umfjöllunar falla dálítið milli vita í þessu annars
fína kerfi. Þær tilheyra vissulega að einhverju leyti þriðja flokknum, vin-
sælum kvikmyndum, en þó ekki. Ástæðan er sú að hrollvekjan, eins fögur á
belginn og hún nú er, hefur sjaldan beinlínis talist vænleg til almennra
vinsælda. Sömuleiðis mætti staðsetja hana að hluta til sem Hollywood-
23 Stephen Crofts, „Reconceptualizing National Cinema/s“, Film and Nationalism,
ritstj. Alan Williams, New Brunswick, New Jersey og London: Rutgers University
Press, 2002, bls. 26–38. Ég fer hratt yfir sögu hér og vísa til greinar Björns Ægis
Norðfjörð sem tekur flokka Crofts til nánari umfjöllunar.