Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 50

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 50
50 ÚlfhilDuR DaGsDóttiR Í Næturvakt segir frá Antoni, sem kemst óvænt að því að hann hefur yfirnáttúrulega hæfileika þegar hann ræður norn til að drepa fóstur ótrúrrar eiginkonu sinnar. Tólf árum síðar er hann hluti af flokki ljóssins og hefur það hlutverk að vernda dreng sem vampýrur ásælast. önnur aðalpersóna myndarinnar er Svetlana sem einnig býr yfir miklum hæfileik- um og í ljós kemur að hún hefur alla möguleika á að vera hin útvalda sem mun binda enda á átökin milli myrkurs og ljóss. Dagvaktin þróar samband þeirra áfram í bland við frekara baktjaldamakk, en svo virðist sem Antoni sé stillt upp sem morðingja nokkurra litlausra fulltrúa hinna illu afla. Þessi mynd virkar fremur sem hasarmynd en hrollvekja, en í einni senu keyrir glæsikvendi eldrauðan sportbíl sinn upp eftir glerhöll einni allmik- illi og sveigðri, spænir upp glerið og spyrnir svo bílnum inn um einn gluggann, eftir löngum gangi og loks inn í sal, til fundar við yfirboðara sinn. Aðrar senur endurskapa hversdagslegt rússneskt andrúmsloft: hávet- ur með tilheyrandi snjó og kulda, og Anton er vandlega dúðaður í stærð- arpeysur og stakka (konurnar virðast þó ekki hafa sömu þörf fyrir að klæða af sér kuldann). Mikið er gert af því að skapa krumpaða og sérstæða kar- aktera sem endurspegla þá ólíku menningarheima sem byggja landið. Líkt og í Upptökunni er unnið með tilheyrandi ímyndasköpun þjóðar, vetrar- landið og fjölmenningarveldið Rússland með viðeigandi vodkadrykkju, dansi og undirtónum (leifum?) af stéttabaráttu. Myndirnar sveiflast því milli þess að vera ýktar amerískar eftirhermur yfir í að vera „þjóðarmyndir“ samkvæmt flokkun Crofts, en slíkar fjalla einmitt um hversdag þjóða og þjóðarbrota. Og enn um áhrif úr austri Eins og þegar hefur komið fram bera spænskar og rússneskar myndir greinileg merki menningarlegs bakgrunns síns, þrátt fyrir að fylgja sam- viskusamlega formúlum hrollvekjunnar. Það sama á við um japanskar hrollvekjur (og asískar yfirleitt), en þær eru helsti fulltrúi „Hollywood- leysis“ samkvæmt Croft. Vissulega sýna þær japönsku hrollvekjur sem orðið hafa (mis)vinsælar á Vesturlöndum greinileg merki eigin menningar- hefðar. Þar má sérstaklega nefna draugasögur en einnig eru tengslin mikil við ýmiskonar myndræn og frásagnarleg atriði sem rekja má til þess sér- staka stíls myndasagna sem mótast hefur í Japan og er í dag auðkenndur frá öðrum myndasögum með japönsku yfirheiti sínu: manga. Manga er náskylt japönskum teiknimyndum, anime (fyrir sjónvarp aðallega, en einn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.