Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 50
50
ÚlfhilDuR DaGsDóttiR
Í Næturvakt segir frá Antoni, sem kemst óvænt að því að hann hefur
yfirnáttúrulega hæfileika þegar hann ræður norn til að drepa fóstur
ótrúrrar eiginkonu sinnar. Tólf árum síðar er hann hluti af flokki ljóssins
og hefur það hlutverk að vernda dreng sem vampýrur ásælast. önnur
aðalpersóna myndarinnar er Svetlana sem einnig býr yfir miklum hæfileik-
um og í ljós kemur að hún hefur alla möguleika á að vera hin útvalda sem
mun binda enda á átökin milli myrkurs og ljóss. Dagvaktin þróar samband
þeirra áfram í bland við frekara baktjaldamakk, en svo virðist sem Antoni
sé stillt upp sem morðingja nokkurra litlausra fulltrúa hinna illu afla.
Þessi mynd virkar fremur sem hasarmynd en hrollvekja, en í einni senu
keyrir glæsikvendi eldrauðan sportbíl sinn upp eftir glerhöll einni allmik-
illi og sveigðri, spænir upp glerið og spyrnir svo bílnum inn um einn
gluggann, eftir löngum gangi og loks inn í sal, til fundar við yfirboðara
sinn. Aðrar senur endurskapa hversdagslegt rússneskt andrúmsloft: hávet-
ur með tilheyrandi snjó og kulda, og Anton er vandlega dúðaður í stærð-
arpeysur og stakka (konurnar virðast þó ekki hafa sömu þörf fyrir að klæða
af sér kuldann). Mikið er gert af því að skapa krumpaða og sérstæða kar-
aktera sem endurspegla þá ólíku menningarheima sem byggja landið. Líkt
og í Upptökunni er unnið með tilheyrandi ímyndasköpun þjóðar, vetrar-
landið og fjölmenningarveldið Rússland með viðeigandi vodkadrykkju,
dansi og undirtónum (leifum?) af stéttabaráttu. Myndirnar sveiflast því
milli þess að vera ýktar amerískar eftirhermur yfir í að vera „þjóðarmyndir“
samkvæmt flokkun Crofts, en slíkar fjalla einmitt um hversdag þjóða og
þjóðarbrota.
Og enn um áhrif úr austri
Eins og þegar hefur komið fram bera spænskar og rússneskar myndir
greinileg merki menningarlegs bakgrunns síns, þrátt fyrir að fylgja sam-
viskusamlega formúlum hrollvekjunnar. Það sama á við um japanskar
hrollvekjur (og asískar yfirleitt), en þær eru helsti fulltrúi „Hollywood-
leysis“ samkvæmt Croft. Vissulega sýna þær japönsku hrollvekjur sem
orðið hafa (mis)vinsælar á Vesturlöndum greinileg merki eigin menningar-
hefðar. Þar má sérstaklega nefna draugasögur en einnig eru tengslin mikil
við ýmiskonar myndræn og frásagnarleg atriði sem rekja má til þess sér-
staka stíls myndasagna sem mótast hefur í Japan og er í dag auðkenndur
frá öðrum myndasögum með japönsku yfirheiti sínu: manga. Manga er
náskylt japönskum teiknimyndum, anime (fyrir sjónvarp aðallega, en einn-