Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Qupperneq 52
52
ÚlfhilDuR DaGsDóttiR
þessum tíma, en eftir að bylgja bandarískra unglinga-slægja hafði þynnst
út í linnulausum framhöldum á níunda áratugnum var hrollvekjunni einu
sinni sem oftar spáð ótímabærum dauða. Hér ber að minna á að einmitt á
sama tíma var að koma fram mikilvægt nýtt blóð að „utan“, í formi mynda
mexíkóska leikstjórans Guillermo del Toro, sem frumsýndi Cronos árið
1993. Einnig mætti telja hér til sjónvarpsseríu danska leikstjórans Lars von
Triers, Lansann, sem sömuleiðis átti eftir að hafa mikil áhrif. Öskraðu hristi
svo sannarlega upp í bandarísku hrollvekjunni, allavega um tíma, og sendi
nýtt blóð um æðar hennar, en þó urðu áhrif Hringsins ekki síður mikilvæg,
þó að þeirra gætti ekki að verulegu marki fyrr en nokkru síðar. Áhrifin
ganga þó ekki bara í eina átt, en leikstjóri Hringsins hefur lýst því yfir að
kvikmynd Tobe Hoopers Ærsladraugur (1982, Poltergeist), hafi haft mikil
áhrif á sig, sem er reyndar nokkuð augljóst þegar Hringur er skoðaður.35
Augljósasta dæmið er auðvitað hvernig hið yfirnáttúrulega hefur tekið sér
bólfestu í sjónvarpinu. Í kjölfar Hringsins (og reyndar má greina áhrif frá
Konunglega bardaganum hér líka, en um hana verður fjallað síðar í grein-
inni), kom fram nokkur fjöldi hrollvekja sem fjölluðu um skjái (sjónvarps
og tölvu), auk þess að tengjast auknum vinsældum raunveruleikasjónvarps
en segja má að vídeómyndin banvæna í Hringnum sé einskonar útgáfa af
raunveruleikasjónvarpi. Þetta eru myndir eins og Óttipunkturcom (2002,
William Malone, Feardotcom) og Litla augað mitt (2002, Marc Evans, My
Little Eye). Í þessum myndum er spilað á miðilinn á sama hátt og í
Hringnum í stað þess að skapa leik úr kvikmyndalegum tilvísunum eins og
Öskraðu-serían gekk út á (auk fleiri raða sem fylgdu í kjölfarið, Ég veit hvað
þú gerðir síðasta sumar (1997, Jim Gillespie, I Know What You Did Last
Summer) og Flökkusögur (1998, Jamie Blanks, Urban Legend)). Þannig má
færa rök fyrir því að japanska hrollvekjan (og/eða asíska hrollvekjan yfir-
leitt) hafi opnað fyrir nýjar leiðir til að fjalla um hrollvekjuna sem kvik-
myndagrein og formúlu.
Tvöföld bölvun
Japanskar hrollvekjur eru gjarnan framhaldsseríur. Það þarf þó ekki endi-
lega að skoðast í bandarísku ljósi, því að linnulaust áframhald er helsta
einkenni manga og anime-hefðarinnar. Á sama hátt ganga vinsæl þemu
stöðugt aftur, eins og kvendraugurinn sem er helsta óvætturin í Hringnum.
35 Þó ber hér að geta þess að Hringur er byggð á skáldsögu Koji Suzuku, frá árinu
1991, en hún er ekkert sérstaklega lík Poltergeist.