Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Qupperneq 55
55
HRoLLVEKJUR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA
legar tilvísanir til bandarískrar fjölmiðlamenningar og þá sérstaklega
raunveruleikaþáttagerðar.
Efnahagskreppa í eylandi
Raunveruleikaþættir eru einnig til umfjöllunar í annarri áhrifamikilli jap-
anskri hrollvekju, Konunglegum bardaga (2000, Kinji Fukasaku, Batoru
rowaiaru), en sú mynd er afar þjóðleg að því leyti að hún fjallar meðal ann-
ars um skort japanskra ungmenna á hógværð og kurteisi og afleiðingum
þess. Myndin er greinablanda og tekur ekki aðeins til hrollvekjunnar held-
ur einnig stríðs- og hasarmynda.37 Japanskt þjóðfélag upplifir kreppu og
aukið atvinnuleysi, ungmenni gera uppreisn gegn skólakerfinu og öll virð-
ing fyrir hefðbundnum japönskum gildum er á hverfanda hveli. Því eru
sett ný lög sem felast í því að á ári hverju er valinn einn skólabekkur til að
leika raunveruleikaleik, sem nefnist Konunglegur bardagi og felst í því að
unglingarnir eru settir niður á eyðieyju með vopn og takmarkaðar vistir og
eiga þar að drepa hvert annað þar til eitt stendur eftir sem sigurvegari.38
Það kemur í hlut bekkjarkennarans að hafa umsjón með leiknum og deila
út upplýsingum, en hann er leikinn af Takeshi Kitano, leikara sem er fræg-
ur fyrir blóðugar glæponamyndir með listrænum undirtónum. Nærvera
hans skapar myndinni enn frekari breidd og persóna hans fangar afar víð-
feðmt svið, allt frá því að vera þreyttur og vonsvikinn kennari yfir í að vera
illur og ofbeldisfullur og loks einmana og sorgmæddur. Á sama hátt er
spilað með unglingahópinn, en þau taka leiknum mjög misjafnlega. Sum
neita að leika og farga sér frekar, önnur hella sér út í drápin af blóðlosta,
örvæntingu eða heift, enn önnur reyna að finna friðsama lausn (aðallega
stelpur) eða leið til að svindla sér leið út (aðallega strákar). Hluti átakanna
gengur út á hefðbundin átakamál unglinga í skóla: hver er skotinn í hverj-
um, hver er mesta skvísan og hverjir eru vinsælir. Á þennan hátt er sakleys-
islegt viðfangsefni unglingamynda — uppreisn gegn kennara og ástir og
afbrýði — fært yfir á svið hrollvekjunnar, auk þess sem spilað er með þá
valdabaráttu sem ævinlega fer fram innan skólastofunnar með því ógnar-
37 Í grein Tony Williams, „Case Study: Battle Royale’s Apocalyptic Millennial
Warning“, Japanese Horror Cinema, ritstj. Jay McRoy, Edinburgh: Edinburgh
University Press, 2005, er vitnað til umfjöllunar sem líkti myndinni við blöndu af
Flugnahöfðingjanum og Eftirlifenda-þáttunum með vopn, bls. 131.
38 Hér má reyndar einnig sjá tilvísun í tölvuleiki, eins og birtist í kynningarmynd-
bandi sem krakkarnir horfa á, en þar birtist ofursæt og hress stelpa, klædd upp að
hætti Löru Croft í Grafarræningjaleiknum og -kvikmyndunum (Tomb Raider).