Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 59

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 59
59 HRoLLVEKJUR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA form sem fordæmir kynlíf,43 en slík afgreiðsla er óþarflega einföld og gerir ekki ráð fyrir fjölmörgum tengslum kynlífs og hryllings sem hrollvekjan gerir út á.44 Í þessu tilfelli er senan greinilega paródísk — nördinn er sá fyrsti til að deyja inni í húsinu, höfuð hans er hreinlega slitið í sundur svo að heilinn dettur á gólfið — auk þess að undirstrika þá líkamlegu grótesku sem tilheyrir hefðinni og er linnulaus uppspretta hríslings og hrolls. Aðra tilvísun má finna í atriðinu þegar stúlkan skríður upp úr kamrinum, en þar sér áhorfandi fyrst hönd hennar stingast skyndilega upp. Í Dauðri illsku- myndunum stingast hendur upp úr gröfum og/eða fólk er dregið ofan í gröf þar til aðeins höndin stendur upp úr. Þessi hönd sem teygir sig upp úr jörðinni eða öðrum ólíklegum stöðum er ein þekktasta ímynd hrollvekj- unnar og birtist reyndar víða í Dauðum snjó, en þar stingast hendur nas- istazombíanna stöðugt upp úr snjónum til að grípa í óheppið ungmenni.45 Þau sem eftir eru af ungmennunum eru að sjálfsögðu myrt og vandlega er spilað með væntingar áhorfenda í bland við formúlur með því að láta tvo piltanna líta út fyrir að vera vænlegar hetjur og eina stúlkuna vænlega Síðustu stúlku. Sá hetjulegasti af piltunum er að sjálfsögðu drepinn í miðri hetjudáð, en hann beitir snjósleða til að gera hakk úr zombíunum, rétt eins og ungi maðurinn í kvikmynd Peter Jackson, Heiladauði (1992, Braindead), notar sláttuvél til að hakka niður zombíur (og kvikmyndanördinn er í bol sem á stendur Braindead). Hin hetjan er bitin af zombíu og til að verjast smiti sagar hann af sér handlegginn, alveg eins og hetjan í fyrstu Dauðri illsku-myndinni gerir, en það dugar honum þó ekki til að lifa af — enda 43 Sjá til dæmis hraðsoðna umræðu um hrollvekjuna sem kvikmyndagrein í bók Patric Fuery, New Developments in Film Theory, Houndsmills: MacMillan, 2000, bls. 59–60. 44 Hér má benda á kenningar um að hrollvekjan fjalli iðulega um líkamann og hið líkamlega, yfir í kenningar um hrollvekjuna sem útrásarventil, en slík útrás hefur augljósar kynferðislegar tilvísanir. James B. Twitchell hefur fjallað um hrollvekj- una sem einskonar kynþroskaritúal ungmenna, Dreadful Pleasures: An Anatomy of Modern Horror, oxford: oxford University Press, 1988, og Clover leggur áherslu á margháttaða kynferðislega undirtóna í bók sinni Men, Women and Chainsaws og bendir meðal annars á að í slægjum tákni ofbeldi iðulega það sama og kynlíf. 45 Reyndar hafði þessi „hönd upp úr jörðinni“ áður birst í Carrie (1976, Brian de Palma), en það er í myndum Raimis sem atriðið verður að þessari ýktu hrollvekju- ímynd. Eins og til að undirstrika þátt sinn í því að gera þessa senu að einu frægasta íkoni hrollvekjunnar notar Raimi álíka atriði óspart í nýjustu mynd sinni, Dragðu mig til helvítis (2009, Drag Me to Hell), en þar segir frá bankastarfskonu sem verður fyrir bölvun og er að lokum dregin til helvítis — kannski svolítið eins og íslenska bankakerfið. Hér má bæta því við að samskonar atriði er að finna í fæðingarsen- unni í Bölvuninni II, þegar hönd kvendraugsins stingst út úr móðurinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.