Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 60
60
ÚlfhilDuR DaGsDóttiR
hefur hann drepið kærustuna sína, þá sem virtist ætla að verða Síðasta
stúlkan, í misgripum fyrir zombíu.
Líkt og varð algengt í zombíumyndum fetar Dauður snjór línu á mörk-
um alvöru og paródíu. Gróteskan er ýkt upp, ekki aðeins með klósettsen-
um heldur einnig ofuráherslu á innyfli. Fyrir utan þá sérstöku ást sem
zombíurnar virðast hafa á þeim til átu þjóna þau einnig hlutverki sigreipis
fyrir aðra hetjuna, þegar hann lendir fram af bjargbrún með einni zombí-
unni. En paródían verður þó aldrei alger og leikarahópurinn norski nær að
fanga hárrétt jafnvægi milli óhugnaðar, skelfingar og húmors. Þar spilar
landslagið heilmikið hlutverk, en það er ferskt og nýtt í þessu samhengi og
skapar formúlunni nægilega annarlegt umhverfi til að endurlífga hana. Að
auki er norskan skemmtilega sakleysislegt (en fyrir aðra en Norðurlandabúa
óskiljanlegt) tungumál, sem bætir enn við nýstárleikann. Þetta er sambæri-
legt nálgun Balagueró á zombíuformúluna í Upptökunni, en þar virkar
þröngur stigagangurinn og tungumálið einnig sem ánægjuleg en jafnframt
óvenjuleg umgjörð um hefðbundna frásögn.
Tilvísunin til myndar Jacksons minnir okkur á að það eru ekki bara
bandarískar myndir sem mótað hafa hefðina, en Braindead er nýsjálensk.
Þeir sem þekkja til geta að auki bætt við öllum suðrænu hrollvekjunum,
sem iðulega gerðu mikið út á allt þetta, grótesku, kynlíf og (gróteskan)
húmor.
Að fá að koma inn
Nálgun sænsku vampýrumyndarinnar, Leyfðu þeim rétta að koma inn, á
hefðina er allt önnur. Í þessari mynd er fátt um beinar tilvísanir í tilteknar
myndir en þeim mun meira af óbeinum vísunum til vampýrukvikmynda-
hefðarinnar, sem eru sérlega vel unnar og skapa myndinni einstakt and-
rúmsloft. Þess má geta að vampýrumyndir eru almennt gott dæmi um það
hvernig hrollvekjan brúar bilið milli listrænna mynda og lágmenningar, en
eitt af klassískustu dæmunum um slíkt er danska myndin Vampyr, frá árinu
1932 í leikstjórn Carl Dreyer.46 Sá rétti gerist í úthverfi Stokkhólms
snemma á níunda áratugnum og segir frá tæplega þrettán ára strák, Óskari,
46 Því má bæta við að Dreyer var mikill áhrifavaldur á Trier, sem meðal annars lauk
við myndina Medeu (1988) sem Dreyer skrifaði handritið að og ætlaði sjálfur að
leikstýra áður en hann dó. Myndin var að hluta til framleidd í Þýskalandi og ber
ýmis merki þýska expressjónismans, en þekktustu dæmin um hrollvekjur fram-
leiddar undir merkjum hans eru Klefi doktors Caligari (1920, Robert Wiene, Das
Cabinet des Dr. Caligari) og Nosferatu (1921, F. W. Murnau).