Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 64

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 64
64 ÚlfhilDuR DaGsDóttiR aðeins á mörkin. Leyfðu þeim rétta að koma inn er hins vegar mynd sem gerir, að mestu leyti, út á „hógværan“ hrylling, með tilheyrandi listrænum undirtónum í sviðsetningu, myndatöku og ögrandi viðfangsefni (erótík og börn). Þó er hún, eins og fram hefur komið, afar trygg formúlu vampýru- mynda og reyndar hrollvekja almennt og að því leyti hreint afkvæmi slíkra. Myndirnar eru því báðar, hvor á sinn hátt eftirtektarverð dæmi um samsvaranir milli formúlu hrollvekjunnar og þess sem telst vera listrænt í kvikmyndum. Að skoða þær saman kallar á vangaveltur um hvers kyns skyldleikinn er milli þessara tveggja kvikmyndagreina sem við fyrstu sýn virðast standa fyrir gerólíka hluti innan virðingarstiga kvikmyndasögunn- ar. Eru það hrollvekjurnar sem nýta sér listræna takta eða er það listræna myndin sem leitar til hrollvekjunnar í leit að leiðum til að ögra? Þeim spurningum verður þó ekki svarað hér. Hins vegar má færa rök fyrir því að þessi tengsl við „list“ skapi heimshrollvekjum aukið frelsi í tjáningu og meðferð hryllings sem tengja má hugmyndum Sconce um þau nýju fag- urfræðilegu viðmið sem komið hafa fram í þessum samslætti. Viðmiðin gera fyrst og fremst út á að ögra og ganga lengra í því að hrista upp í áhorf- andanum, hvort sem er með ýktri líkamlegri grótesku eða öfugsnúnu gæðamati (nema hvort tveggja sé). Þrátt fyrir að þessar myndir séu um margt álíkar bandarískum hrollvekjum eru þær jafnframt á ýmsan hátt frá- brugðnar þeim. Grimmdin er meiri, sem kemur meðal annars fram í því að margar fjalla um börn, auk þess sem þessar hrollvekjur eru á ýmsan hátt hrárri en bandarískt efni, þær ganga nær áhorfandanum og bjóða á ein- kennilegan hátt upp á meiri nálægð. Þetta er sérstaklega áberandi í Upptökunni, Til leigu, Bölvuninni og Þeim rétta. Þar er unnið með hvers- dagsleg rými heimilisins/úthverfisins og hvernig það á sama tíma verndar og afmarkar og lokar inni og ógnar. Eins og áður hefur komið fram þá eru þetta klassísk viðfangsefni hrollvekjunnar sem hér eru útfærð á gerólíkan máta. Í þessu kemur greinilega fram hversu teygjanleg hugmyndin um heildræn einkenni kvikmyndagreinar er. Þær myndir sem hér eru til umfjöllunar eru annars vegar ákaflega ólíkar og hins vegar áberandi keim- líkar. Hefðir greinarinnar birtast á ólíkan hátt í kvikmyndum ólíkra heims- hluta og því verður ljóst að formúla tryggir ekki einsleitni, heldur sýna þessar myndir einmitt fram á hvað hrollvekjan getur verið fjölbreytt, þrátt fyrir að vinna alltaf innan sama rammans. Allar fylgja kvikmyndirnar afmarkaðri formúlu hrollvekjunnar sam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.