Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 64
64
ÚlfhilDuR DaGsDóttiR
aðeins á mörkin. Leyfðu þeim rétta að koma inn er hins vegar mynd sem
gerir, að mestu leyti, út á „hógværan“ hrylling, með tilheyrandi listrænum
undirtónum í sviðsetningu, myndatöku og ögrandi viðfangsefni (erótík og
börn). Þó er hún, eins og fram hefur komið, afar trygg formúlu vampýru-
mynda og reyndar hrollvekja almennt og að því leyti hreint afkvæmi
slíkra.
Myndirnar eru því báðar, hvor á sinn hátt eftirtektarverð dæmi um
samsvaranir milli formúlu hrollvekjunnar og þess sem telst vera listrænt í
kvikmyndum. Að skoða þær saman kallar á vangaveltur um hvers kyns
skyldleikinn er milli þessara tveggja kvikmyndagreina sem við fyrstu sýn
virðast standa fyrir gerólíka hluti innan virðingarstiga kvikmyndasögunn-
ar. Eru það hrollvekjurnar sem nýta sér listræna takta eða er það listræna
myndin sem leitar til hrollvekjunnar í leit að leiðum til að ögra? Þeim
spurningum verður þó ekki svarað hér. Hins vegar má færa rök fyrir því að
þessi tengsl við „list“ skapi heimshrollvekjum aukið frelsi í tjáningu og
meðferð hryllings sem tengja má hugmyndum Sconce um þau nýju fag-
urfræðilegu viðmið sem komið hafa fram í þessum samslætti. Viðmiðin
gera fyrst og fremst út á að ögra og ganga lengra í því að hrista upp í áhorf-
andanum, hvort sem er með ýktri líkamlegri grótesku eða öfugsnúnu
gæðamati (nema hvort tveggja sé). Þrátt fyrir að þessar myndir séu um
margt álíkar bandarískum hrollvekjum eru þær jafnframt á ýmsan hátt frá-
brugðnar þeim. Grimmdin er meiri, sem kemur meðal annars fram í því að
margar fjalla um börn, auk þess sem þessar hrollvekjur eru á ýmsan hátt
hrárri en bandarískt efni, þær ganga nær áhorfandanum og bjóða á ein-
kennilegan hátt upp á meiri nálægð. Þetta er sérstaklega áberandi í
Upptökunni, Til leigu, Bölvuninni og Þeim rétta. Þar er unnið með hvers-
dagsleg rými heimilisins/úthverfisins og hvernig það á sama tíma verndar
og afmarkar og lokar inni og ógnar. Eins og áður hefur komið fram þá eru
þetta klassísk viðfangsefni hrollvekjunnar sem hér eru útfærð á gerólíkan
máta. Í þessu kemur greinilega fram hversu teygjanleg hugmyndin um
heildræn einkenni kvikmyndagreinar er. Þær myndir sem hér eru til
umfjöllunar eru annars vegar ákaflega ólíkar og hins vegar áberandi keim-
líkar. Hefðir greinarinnar birtast á ólíkan hátt í kvikmyndum ólíkra heims-
hluta og því verður ljóst að formúla tryggir ekki einsleitni, heldur sýna
þessar myndir einmitt fram á hvað hrollvekjan getur verið fjölbreytt, þrátt
fyrir að vinna alltaf innan sama rammans.
Allar fylgja kvikmyndirnar afmarkaðri formúlu hrollvekjunnar sam-