Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Qupperneq 67
67
Guðni Elísson
Undir hnífnum
Fagurfræði slægjunnar
og Reykjavík Whale Watching Massacre
Í þekktri grein sem var rituð fyrir tæpum aldarfjórðungi segir bandaríski
bókmennta- og kvikmyndafræðingurinn Carol Clover að slægjan (e. the
slasher film) liggi á „botni hrollvekjuhaugsins“. Þetta eru myndirnar sem
„,aldrei er skrifað um‘, uppistaða í bílabíóum og vafasömum kvikmynda-
húsum“, þar sem þær birtast við hlið klámmynda og ómerkilegustu hasar-
mynda.1 Jafnvel í umfjöllun þar sem „rusli“ er fagnað „þvo gagnrýnendur
hendur sínar“ af slægjunni, yfirleitt með því að þegja um hana eða með því
að harma hana sem „úrkynjaðan afbrigðileika“. Þegar á áttunda áratugn-
um voru þó skoðanir á slægjunni skiptar. Á meðan einn gagnrýnandi kallar
Texas Chainsaw Massacre (1974, Keðjusagarblóðbaðið í Texas) „Á hverfanda
hveli kjötmynda“ og annar lýsir henni sem andstyggilegu dæmi „um sjúk-
legt rusl“, segir kvikmyndafræðingurinn Robin Wood „[v]itræn tök [leik-
stjórans Tobe] Hooper á miðlinum koma betur og betur í ljós eftir því sem
myndin er skoðuð oftar og maður kemst yfir fyrstu áfallakenndu áhrifin“.2
Margt hefur breyst á þeim tíma sem liðið hefur síðan Clover skrifaði
grein sína og sú kynslóð áhorfenda sem síðan hefur vaxið úr grasi þekkir
vel aðferðir slægjunnar, þá fagurfræði sem býr undir hnífnum og hvers má
vænta af þessari kvikmyndagrein sem nú er farin að nálgast miðjan aldur.
Af þessum sökum koma harkaleg viðbrögð íslenskra gagnrýnenda við
fyrstu íslensku slægjunni, Reykjavík Whale Watching Massacre (2009, Júlíus
1 Carol J. Clover, „Karlar, konur og keðjusagir: Kyngervi í nútímahryllingsmynd-
um“, þýð. Úlfhildur Dagsdóttir, Áfangar í kvikmyndafræðum, ritstj. Guðni Elísson,
Reykjavík: Forlagið, 2003, bls. 357–394, hér bls. 357. Kaflinn varð síðar inngang-
ur að stærra verki, Men, Women, and Chainsaws: Gender in the Modern Horror Film,
London: British Film Institute, 1992.
2 Sama rit, bls. 358. Tilvitnunin í Wood kemur úr greininni „Return of the
Re pressed“ sem birtist fyrst í Film Comment 14, 1978, bls. 30.
Ritið 2/2010, bls. 67–96