Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 70
70
ferðinni „hrollvekja sem hræðir úr manni líftóruna, splatter sem vekur
velgju eða gamanmynd sem gerir út á ýkt og yfirgengilegt ofbeldi í anda
Íslendingasagnanna. Fyrir vikið verður hún ekkert af þessu og leysist þegar
verst lætur upp í tómt rugl“.10 Svipaða sýn má greina hjá Sæbirni
Valdimarssyni þótt hann sé ekki eins afdráttarlaus í gagnrýni sinni á mynd-
ina, en hann segir að oft bregði fyrir „suddalegum köflum“ í kvikmyndinni
þar sem bliki á „flugbeitt axarkjagg og ofbeldi og kvalalosti taka völdin“,
en ítrekar að hún sé þó í „aðra röndina og engu síður groddaleg gaman-
mynd með talsverða áherslu á hina spaugilegu og kaldhæðnu hlið vanda-
málanna“.11 Handritið, líkt og leikstjórnina, segir Sæbjörn eiga sína „góðu
kafla, einkum þar sem fyndnin ræður ríkjum“. Þó rennur það „smám
saman út í þokuna í bugtinni“. Stjörnugjöfin ber andúð íslensku gagnrýn-
endanna vitni, Þórarinn gefur myndinni eina og hálfa stjörnu af fimm
mögulegum, Bergsteinn tvær stjörnur og Sæbjörn tvær og hálfa.
Annað einkenni á dómunum þremur er hversu gagnrýnendum er tíð-
rætt um það merkingarkerfi sem RWWM sprettur úr, t.d. eldri verk innan
greinarinnar og kvikmyndir úr skyldum greinum. Þórarinn segir myndina
ekki ná „að lyfta sér upp úr klysjuhjakki [sic] þegar hún rís sem hæst“, en
örlög söguhetjanna séu „vel flest ansi kunnugugleg [sic]“ og má „í einu til-
felli rekja allt aftur til 1968“.12 Bergsteinn er á svipuðum slóðum. Hann
segir myndina ekki rísa undir þeim væntingum til bíóofbeldis sem áhorf-
endur eiga að venjast úr „Saw-bálkinum, Hostel og fleiri myndum“, á
meðan Sæbjörn tengir hana kvikmyndum „á borð við Hostel, Saw, The
Texas Chainsaw Massacre, Halloween og [öllum] hin[um] subbulegu eft-
irhreytu[m] þeirra“ auk þess sem hann nefnir til sögunnar kvikmyndir
utan þrengsta viðmiðunarramma, t.d. Deliverance (1972, John Boorman,
Björgunin) og Omen (1976, Richard Donner, Fyrirboðinn). Undir þetta
10 Bergsteinn Sigurðsson, „Kvalaskoðunarferð“, Fréttablaðið 4. september 2009, bls.
28.
11 Sæbjörn Valdimarsson, „Blóðbað í bugtinni“, Morgunblaðið 6. september 2009, bls.
62–63.
12 Hér vísar Þórarinn til uppvakningamyndarinnar Night of the Living Dead (1968,
George Romero, Nótt hinna kviku náa), en hún hefur verið skilgreind sem ein
fyrsta slettan (e. splatter). Hetja hennar, svarti maðurinn Ben (Duane Jones), er
undir lok myndarinnar skotinn í höfuðið þegar hópur björgunarmanna telur hann
ranglega vera einn af uppvakningunum. Svarta hetjan í RWWM er að lokum drep-
in á sama hátt, en Leon (Terence Anderson) er skotinn í höfuðið af strandgæslunni
vegna þess að hann ógnar hinum morðóða Tryggva með haglabyssu. Dauði beggja
manna ýtir undir níhílíska túlkun á myndunum þó að Night of the Living Dead sé á
heildina litið myrkara verk en RWWM.
GUðNI ELÍSSoN