Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 71
71
tekur fjórði gagnrýnandinn Ólafur H. Torfason, sem bendir á að fyrir-
myndunum af ofbeldinu sé þannig komið fyrir í „atburðarásunum sem eru
á fleiri en einu plani að hugurinn sveiflast víða og áhorfendur barna sög-
urnar hver á sinn hátt“.13
Eitt af sérkennum greinamynda er að hið einstaka verk er greint í sam-
hengi hefðarinnar. Barry Langford orðar það svo: „Í greinakvikmyndum
leita menn eftir samþykki áhorfenda með því að gera það sama eða hverfa
frá reglunni. Viðbrögð áhorfenda hvetja að sama skapi kvikmyndagerðar-
menn sem starfa innan greina til þess að fylgja þeim greinafyrirmælum
sem eru til staðar eða breyta þeim.“14 Sérhver greinamynd er samkvæmt
þessu sett saman úr fyrirsjáanlegu kerfi vísana, en vonandi þannig að
áhorfendur fái einnig notið hins óvænta, t.d. þar sem vísanir reynast mis-
vísanir.
Þetta einkenni greinamynda nægir þó ekki eitt og sér til þess að varpa
ljósi á þá þörf íslenskra gagnrýnenda að setja RWWM í tiltekið samhengi
með því að birta í dómum sínum lista um fyrirmyndir íslensku kvikmynd-
arinnar. Slægjan virðist skera sig frá öðrum kvikmyndagreinum að því leyti
að áhorfsnautnin er nátengd þörf áhorfandans til þess að tjá sig um for-
múluna og þá oftar en ekki með grettum eða kátlegum frammíköllum. Að
þessu leyti er slægjan frábrugðin öðrum kvikmyndagreinum með fastmót-
uð merkingarkerfi, eins og t.d. rómantísku gamanmyndinni, en gagnrýn-
endur myndu líkast til ekki grafast fyrir um skemmtigildi kvikmyndarinnar
Maid in Manhattan (2002, Wayne Wang, Þerna í þrengingum) með Jennifer
Lopez með því að skilgreina nákvæmlega vísanakerfi hennar og stöðu
innan hefðarinnar. Þetta er ekki síst vegna þess að þótt neytendur róman-
tískra gamanmynda hafi sömu getu til þess að bera kennsl á klisjur innan
greinarinnar og aðdáendur slægjunnar gera, er afstaða þeirra til viðfangs-
efnisins ekki eins þversagnarkennd. Neyslan er ekki í senn mótuð af
aðdáun og írónísku viðhorfi eins og hjá neytendum hryllingsmynda, en
þar birtist írónían skýrast í kröfunni um að taka klisjuna til beinnar
umfjöllunar. Þessi skilningur á greinarsérkenni slægjunnar sést glöggt í
umsögn Bergsteins Sigurðssonar sem segir RWWM þegar verst lætur leys-
13 Ólafur H. Torfason: „Reykjavik Whale Watching Massacre“.
14 Barry Langford, Film Genre: Hollywood and Beyond, Edinburgh: Edinburgh
University Press, 2005, bls. 18. Allar þýðingar eru mínar nema annars sé getið. Ég
fjalla frekar um merkingarmótun einstakra greina í „Í frumskógi greinanna: Kostir
og vandamál greinafræðinnar“, Kvikmyndagreinar, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 2006, bls. 9–45, hér bls. 28–35.
UNDIR HNÍFNUM