Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 73
73
Eitt af einkennum slægjunnar er því áherslan á stælingu, sem verður
beinlínis viðfangsefni myndanna. Jafnvel morðin hafa tilvísunargildi, þau
eru eftirapanir (sbr. copycat murders) þar sem morðinginn fylgir fastmótuðu
ritúali þjáningar og dauða, en reynir um leið að brydda upp á einhverju
sem kemur fórnarlambinu og áhorfendum á óvart. Óvenjuleg virkni hroll-
vekjuáhorfenda er umfjöllunarefni Scream–þríleiksins (1996, 1997 og
2000, Wes Craven, Öskraðu)18 þar sem þekking á slægjunni getur skilið á
milli feigs og ófeigs, og morðingjar og fórnarlömb eru sér meðvituð um
reglur greinarinnar. Þessa virkni má finna í greinum skyldum slægjunni,
þótt íróníska viðhorfið vanti þá yfirleitt, en fjöldinn allur af spennutryllum
og hrollvekjum snýst beinlínis um þetta tilvísunargildi. Hér nægir að nefna
Copycat (1995, Jon Amiel, Hermikráka) þar sem morðinginn apar eftir eldri
raðmorðingjum og Se7en (1995, David Fincher, Sjö), en þar vitnar geðvill-
ingurinn í dauðasyndirnar sjö. Í Anamorph (2007, Henry Miller, Skuggsjá)
varpar morðinginn líkama fórnarlamba sinna sem mynd á vegg og á striga
(lt. camera obscura), en myndirnar má kalla „kópíur“ af morðunum sem
hann hefur framið. Stundum býr hin fagurfræðilega heild morðanna í
Anamorph aðeins í eftirmyndinni, eins og þegar sundurbútað lík er hengt í
ótal víra, en þó þannig að frá ákveðnu sjónarhorni, í gegnum þar til gerða
sjónrauf, rennur sundraður líkami fórnarlambsins saman í ægilega heild
ránfugls sem heldur á kjötstykki í læstum kjaftinum (hugsanlega sem
ummyndaður blóðörn). Morðinginn í Anamorph glímir við hugmyndina
um virkt áhorf því að hann neyðir rannsóknarlögreglumanninn (Willem
Dafoe) sem hefur málið undir höndum til þess að ljúka einu verka sinna
sem unnið er úr blóði fórnarlambs.
Úlfhildur Dagsdóttir hefur vísað til sérstakrar sjálfsvitundar hrollvekj-
unnar, en hún segir að hver mynd sé „einskonar bútasaumsteppi úr sund-
urskornum líkömum annarra hrollvekja“.19 Í þessu samhengi ræðir
Úlfhildur grein Michaels A. Arnzen, „Who’s Laughing Now: The Post-
modern Splatter Film“, en Arnzen segir slettuna (e. the splatter) eins konar
líkamning póstmódernismans, vegna stöðugrar sjálfsvísunar sinnar:
slægingarmynda (slasher films, slettumynda) og fylgir af sjálfstæðum glannaskap
og skyldurækni venjum og hefðum þess bálks (genre).“
18 Fjórða Scream-myndin er væntanleg 2011, en hún verður fyrsta myndin í nýjum
þríleik.
19 Úlfhildur Dagsdóttir, „Af-skræmingar, af-myndanir og aðrar formlegar árásir:
Hrollvekjan í daglegu lífi og starfi“, Heimur kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson,
Reykjavík: Art.is og Forlagið, 1999, bls. 697–714, hér bls. 700.
UNDIR HNÍFNUM