Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 76
76
Hansen, hljóta að vekja upp spurningar um stöðu RWWM innan slægj-
unnar, þeirrar greinar sem Texas Chainsaw Massacre átti líklega stærstan
þátt í að móta. og vitaskuld er aðaltilgangurinn með nafngiftinni og leik-
aravalinu að koma á umræðu um tengsl frumgerðar og eftirmyndar.
Það felast líka ýmsar hættur í yfirlýsingunni um „vandaða mynd“ og
hundruð milljóna kostnað, því að slíkar forsendur geta skapað falskar
væntingar hjá áhorfendum og leitt til þess að RWWM sé lesin í samhengi
sem hentar henni illa og gengur þvert á eðlilegri túlkunarleiðir. Það er
einmitt hugmyndin um vandaða og dýra mynd sem mótar gagnrýni
Bergsteins þegar hann segir í áðurnefndum dómi sínum í Fréttablaðinu:
„Blóðið fær vissulega að fljóta en það er hins vegar dýr íþrótt að gera bíó-
ofbeldi í sama ‚gæðaflokki‘ og við eigum að venjast úr til dæmis Saw-
bálkinum, Hostel og fleiri myndum. RWWM tekst því aldrei að verða að
hreinræktuðum splatter sem maður þarf að horfa á á milli fingra sér.“
Erfitt er að andmæla þessari niðurstöðu Bergsteins. RWWM stenst ekki
samanburð við Hostel- og Saw-seríurnar ef krafan er öfgafull og nákvæm
lýsing aflimana og limlestinga þar sem allt er dregið fram og ekkert er
sparað í því að gera ofbeldið sem raunverulegast. Það er einmitt í fram-
leiðsluferlinu — og kostnaðinum sem þessar myndir skilja sig frá dæmi-
gerðum slægjum, sem vanalega voru gerðar af nokkrum vanefnum, a.m.k.
þangað til að þær komust í tísku.26
En þetta er ekki eina aðgreiningin. Talsvert hefur verið gert af því að
greina í sundur slægjuna og slettuna og ýmsir hafa einnig velt fyrir sér
tengslum beggja „listforma“ við kvalaklámið (e. torture porn)27 sem skotið
hefur upp kollinum á síðustu árum, en Hostel- og Saw-kvikmyndaraðirnar
eru þekktustu dæmin um slíkar myndir á Vesturlöndum. Kvalaklámið, eins
og það birtist í kvikmyndum liðins áratugar,28 er upphaflega ættað frá
26 Vinsældir fyrstu mynda í báðum seríum tryggðu aukið framleiðslufjármagn. Ein
leið til þess að skilja á milli þeirra slægja sem gerðar voru á árunum 1974 til 1985
og endurgerða síðustu ára, er einmitt að hafa í huga að þær síðarnefndu eru
venjulega mun dýrari í framleiðslu.
27 Sjá t.d. David Edelstein, „Now Playing at Your Local Multiplex: Torture Porn:
Why has America gone nuts for blood, guts, and sadism?“ New York Magazine 28.
janúar 2006. Sjá http:/nymag.com/movies/features/15622 [sótt 15. mars 2010].
Kvalaklám hefur líka verið kallað „gorno“, en það er sambræðingur orðanna
„gore“ (blóðsúthellingar) og „porno“ (klám).
28 Vissulega má greina kvalaklámseinkenni í sumum af hryllingsmyndum áttunda og
níunda áratugarins. Góð dæmi eru hefndarfantasíur þar sem fórnarlömb nauðg-
unar, eða ættingjar þeirra og vinir, snúast til varnar. Sem dæmi má nefna Last House
on the Left (1972, Wes Craven, endurgerð 2009, Síðasta hús til vinstri), I Spit on Your
GUðNI ELÍSSoN