Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 77
77
Japan, t.d. frá leikstjórum eins og Takashi Miike,29 og þótt vissulega séu
mörkin oft óljós milli þessara þriggja undirgreina hrollvekjunnar og flestar
myndir tilheyri fleiri en einni grein, má merkja áherslumun í kvalakláms-
myndunum sem greinir þær rækilega frá fyrirrennurum sínum.
Gallinn við „kvalaskoðunarferðirnar“, svo að notað sé hugtak Bergsteins
Sigurðssonar, er að slíkar kvikmyndir skortir venjulega írónískan undirtón
hefðbundinnar slægju og slettu. Því getur Bergsteinn haldið því fram að
sem kvalaklám viti RWWM ekki hvað hún vilji vera þar sem hún sé stund-
um „splatter sem vekur velgju“ og stundum „gamanmynd sem gerir út á
ýkt og yfirgengilegt ofbeldi“. Bergsteinn grípur ekki tenginguna við kvala-
klámið úr lausu lofti. Í viðtalinu í Morgunblaðinu nefnir Júlíus sem fyrir-
mynd hina áströlsku Wolf Creek (2005, Greg McLean, Úlfalækur),30 en hún
hefur iðulega verið gagnrýnd fyrir óheftan kvalalosta og skipar heiðurssess
á flestum kvalaklámslistum, þar sem hún býr yfir meira raunsæi og hefur
ótvírætt meira listrænt vægi en t.d. Hostel og Saw.31 Vandinn er bara þessi:
Sem kvalaklám gengur RWWM aldrei eins langt í miskunnarlausri miðlun
ofbeldis og dæmigerðir fulltrúar slíkra mynda. Hún verður misheppnuð
Grave (1978, Meir Zarchi, endurgerð væntanleg 2010, Ég hræki á gröf þína) og
Mother’s Day. Svartur húmor síðastnefndu myndarinnar greinir hana þó um margt
frá hefðbundnum hefndarfantasíum, þar sem áherslan er fyrst og fremst á að
hámarka ógnina og niðurlæginguna.
29 Takashi Miike er líklega þekktasti japanski leikstjórinn innan þessarar undirgrein-
ar hrollvekjunnar, en hann er fyrst og fremst þekktur fyrir kvikmyndirnar Ōdishon
(1999, Hæfnisprófið), Koroshiya Ichi (2001, Morðinginn Ichi) og Q Bijitā Kyū (2001, Q
kemur í heimsókn). Af öðrum leikstjórum má nefna hinn rússneska Andrey Iskanov,
og Frakkann Gaspar Noé sem gerði Irréversible (2002, Óafturkallanlegt), en þeir
nálgast viðfangsefnið á nokkuð annan hátt en Miike gerir. Edelstein heldur því
einnig fram, að mínu mati ranglega, að kvikmynd Mels Gibson, The Passion of the
Christ (2004, Píslarsaga Krists), tilheyri kvalaklámshefðinni. Sjá Edelstein, „Now
Playing at Your Local Multiplex: Torture Porn: Why has America gone nuts for
blood, guts, and sadism?“ og grein mína „Hafinn og strengdur á harðan kross var
herrans búkurinn hreini: Pína og lausn í tilefni af Píslarsögu Krists eftir Mel
Gibson“, Engill tímans, ritstj. Eiríkur Guðmundsson og Þröstur Helgason, Reykja-
vík: JPV Forlag, 2004, bls. 28–50.
30 „Aðspurður segir Júlíus að hann hafi ekki átt sér neina sérstaka fyrirmynd þegar
hann gerði R.W.W.M. en ,vondi gaurinn í áströlsku hrollvekjunni Wolf Creek eigi
þó margt sameiginlegt með illmennunum í sinni mynd‘.“ Sjá Jóhann Bjarni Kol-
beinsson: „Hvorki ,splatter‘ né B-mynd“.
31 Sjón minnist sjálfur á Saw-myndaflokkinn í viðtalinu við Pétur Blöndal og á aug-
lýsingaspjaldi myndarinnar í Bretlandi má finna sterkar myndrænar tengingar við
veggspjöld Saw-myndanna (í dreifingu erlendis heitir myndin Harpoon: Reykjavik
Whale Watching Massacre). Sjá „Stutt spjall um hrollvekju“, bls. 14; og mynd á síðu
78.
UNDIR HNÍFNUM