Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 79
79
geta sett andstæður hláturs og viðbjóðs í eðlilegt túlkunarsamhengi.34 Í
íslenskum blaðaauglýsingum var frá upphafi lögð áhersla á að RWWM
snerist öðrum þræði um „svartan húmor“,35 þó svo að þunginn í markaðs-
setningunni væri vissulega á ógnina sem myndin þótti geyma. Hún er sögð
„sannur tryllir“, „fyrsti spennutryllirinn í íslenskri kvikmyndasögu“ og til-
kynnt er að nú sé „loksins íslenskur spennutryllir“ kominn í kvikmynda-
hús. Slagorð myndarinnar er: „Hrein náttúra, hrein fegurð, hrein mar-
tröð“. Eftir að viðtökurnar liggja fyrir er myndin endurskilgreind sem
„miskunnarlaus skemmtun“ og undir lokin er hryllingnum ýtt til hliðar. Þá
er einblínt á ærslaslettuna og því lýst yfir að myndin sé „ekki fyrir húmors-
lausa“.36
Ef slægjan reynir að brúa bilið milli gamans og grótesks hryllings mætti
skýra yfirlýst stefnuleysi RWWM sem greinareinkenni. Um leið yrði þó að
taka til umræðu hvernig túlka megi þetta stefnuleysi sem fagurfræðilega
aðferð og hvort það styrki eða veiki áhrifamátt greinarinnar. Það er einmitt
þessi þáttur sem skilur slægjuna framar öðru frá hinum húmorslausu
kvalalostamyndum, sem kalla má beinskeyttari í allri framsetningu, þar
sem þær leggja nær eingöngu áherslu á að vekja sem mestan viðbjóð með
áhorfendum.
666/999 eða drep/fyndið …
Eins og Sæbjörn Valdimarsson bendir á í dómi sínum í Morgunblaðinu er
stjaksetning Gunnars Hansen í RWWM sótt í dauða föður Brennan
(Patrick Troughton) í The Omen en presturinn er rekinn í gegn þar sem
34 Að sama skapi er vafasamt að kalla RWWM spennutrylli sem allir ættu að geta
notið að því „gefnu þó, að þeir séu orðnir 16 ára og lausir við hjartasjúkdóma“ eins
og Júlíus gerir í sama viðtali. Sjá Jóhann Bjarni Kolbeinsson: „Hvorki ,splatter‘ né
B-mynd“.
35 Tilvitnunin í T.V. (Tómas Valgeirsson) á kvikmyndir.is – „ótrúlega vel unninn og
skemmtilegur svartur húmor“ – var notuð fyrstu vikuna, en síðan vék hún fyrir
öðrum slagorðum. Auglýsingin birtist 4. september í Morgunblaðinu, en degi síðar
birtist dómur Tómasar á vefnum, þar sem hann gaf myndinni sex stjörnur af tíu
mögulegum. Þar segir hann: „ofbeldið er dásamlega ýkt (þótt það hafi gjarnan
mátt vera meira af því! enda virðist orðið *Massacre* í titlinum lofa blóðbað) og
kolsvarti húmorinn m.a.s. nokkuð góður. […] Það skemmir heldur ekki fyrir að
þessi mynd er ótrúlega vel unnin frá tæknilegum hliðum.“ Sjá Tómas Valgeirsson,
„Flott tilraun, en …“, 5. september 2009, http:/www.kvikmyndir.is/Kvikmyndir
Movie/entry/movieid/3933 [sótt 25. júní 2010].
36 Sjá kvikmyndaauglýsingar Morgunblaðsins 4. september (bls. 52), 9. september (bls.
32) og 21. september 2009 (bls. 29).
UNDIR HNÍFNUM