Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 82
82
drepfyndnar í óvæntum skilningi
orðsins, eða með orðum Geoffs
King – „killingly funny“.42
Handritshöfundurinn Sjón leitast
í RWWM við að fanga þversögn-
ina sem felst í blönduninni þegar
hann lýsir því í viðtali í Morg-
unblaðinu að myndin hafi verið
hugsuð „fyrir fólk með svartan
húmor“, en hann slær líka þann
varnagla að alveg sé „möguleiki
að einhverjum stökkvi bros á
röngum stað“.43 Rétt eins og
Cromb er Sjón á þeirri skoðun að
ofbeldisríkar hryllingsmyndir ýti
undir þau viðbrögð áhorfenda að
hlæja á óviðeigandi stöðum, en
með því vísi myndirnar opinskátt
á bug öllum kröfum um góðan
smekk og skammist sín ekkert
fyrir það.44 öfugt við hina vönd-
uðu og verðmætu afurð sem Júlíus Kemp leggur svo ríka áherslu á, snýr
Sjón því öllum forsendum á haus og kallar eftir kostnaðarsömum list-
hroða: „Hættan var sú að menn slysuðust til að gera listaverk. Íslendingar
líta á kvikmyndagerð sem svo mikla listgrein, að þeir fara ósjálfrátt að leita
að fegurð og dýpri merkingu — af því að það er svo dýrt að gera bíómynd!
Þeir vilja taka það alvarlega og sýna hvað þeir fara vel með peningana.
Ekki búa til ógeð. Sem betur fer héldu menn kúrsinum allan tímann. Mér
sú póstmóderníska flatneskja sem hert er á með endalausum vísunum í eldri mynd-
ir, sem geri myndirnar svo kaldrifjaðar í huga gagnrýnenda.
42 Hugtakið sækir King í káputexta myndbandsútgáfunnar á Serial Mom (1994, John
Waters, Raðmamma). Í þessari blóðugu gamanmynd leikur Kathleen Turner smá-
munasama og morðsjúka húsmóður. Sjá King, „Killingly funny“, bls. 131. Sá sem
hefur líklega gengið lengst í því að greina flókin vensl gamanmynda og hryllings í
bandarískri kvikmyndagerð nútímans er William Paul, en bók hans Laughing
Screaming: Modern Hollywood Horror & Comedy er lykilverk á sviðinu, New York:
Columbia University Press, 1994.
43 Pétur Blöndal, „Stutt spjall um hrollvekju“, bls. 14.
44 Brenda Cromb, „Gorno: Violence, Shock and Comedy“, bls. 23.
GUðNI ELÍSSoN
Hver er merking hins drepfyndna?