Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 86
86
segir hann morðingjann í Wolf Creek eiga margt sameiginlegt með ill-
mennunum í sinni mynd: „Eins og þeir er hann allt að því venjulegur
maður sem vinnur á bifreiðaverkstæði, maður sem þú þekkir þegar þú ferð
með bílinn þinn í viðgerð. Sú var hugmyndin með sjómennina, að ef þú
færir niður á Kaffivagn þá væri þetta fólk sem Helgi, Guðrún og Stebbi
leika eins og hver annar þar inni og ekkert öðruvísi, hvorki í útliti né
atgervi.“49 Þessa kenningu er erfitt að heimfæra upp á persónusköpun
myndanna tveggja, hvort sem horft er til útlits eða leikstíls, því að RWWM
hefur ekki yfir sér raunsæislegt yfirbragð Wolf Creek. Morðingi áströlsku
myndarinnar, Mick Taylor, er ekkert sérstaklega fyndinn, ekki einu sinni
þegar hann vitnar írónískt í gamanmyndina Crocodile Dundee (1986, Peter
Faiman, Krókódíla-Dundee). „Þetta er ekki hnífur — þetta er hnífur“ segir
hann um leið og hann heggur fingurna af einu fórnarlambi sínu.50 Ólíkt
ástralska leikaranum John Jarratt leggja Guðrún og Stefán, rétt eins og
sumir túristanna, sérstaklega mikið upp úr ýktum leikstíl ærslaslettunnar
og allt útlit Sigga vekur upp gamalkunnar hugmyndir um úrkynjun og
mögulega blóðskömm.51 Senan alræmda þar sem Taylor pínir stúlkuna í
skúrnum tekur á sig birtingarmyndir fáránleikans í RWWM þegar Siggi
þvaðrar við Annette (Pihla Viitala) um fiskakonur og foringja, á meðan
hann rýður hana blóði.
Að sama skapi eru hugmyndafræðileg og þjóðernisleg átök RWWM
gerð hjákátleg. Í fyrstu drápssenunni hrópar náttúruverndarsinninn sem
Tryggvi er í þann mund að höggva: „Nei, þú mátt þetta ekki. Nei, gerðu
það. Ég er vinur náttúrunnar. Nei, nei, nei …“ og Tryggvi svarar: „Segðu
öxinni það.“52 „Veistu hvað ég kalla Greenpeace? — ég kalla það Green-
piss“ segir Siggi líka og er skammaður fyrir kjaftháttinn af mömmu. Af
þessu mætti ætla að morðingjarnir væru andstæðingar þeirra mjúku og
grænu gilda sem tengja má náttúruverndarhreyfingum og að hjá þeim séu
vistvænar áherslur ekki í fyrirrúmi. Þó er langt frá því að hyskið um borð í
hvalveiðidallinum hvetji til óhófs. Hvalafígúrurnar sem þriðji bróðirinn,
Anton (Snorri Engilbertsson), selur á bryggjusporðinum í Reykjavík eru
49 Sjá Jóhann Bjarni Kolbeinsson, „Hvorki ,splatter‘ né B-mynd“.
50 Brenda Cromb tekur þessa senu sem dæmi um húmor í kvalaklámi í „Gorno:
Violence, Shock and Comedy“, bls. 20.
51 Með þetta í huga tengir t.d. Sæbjörn Valdimarsson persónur RWWM sveitalýðn-
um í Deliverance í gagnrýni sinni í Morgunblaðinu (sjá: „Blóðbað í bugtinni“).
52 Á ensku: „No you can’t do this. No, please. I’m a friend of nature. No, no no …“
og „You can tell it to the ax.“
GUðNI ELÍSSoN