Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 90
90
Mudge tekur í sama streng þegar hann kvartar yfir því að handrit Sjóns
skjögri á milli hláturs og ógnar.58 Þó má halda því fram að úr fagurfræði-
legu hikinu, töfinni þar sem hið drepfyndna kemur sér gjarnan fyrir í
slægjum og slettum kvikmyndasögunnar, spretti einnig ásakanir gagnrýn-
enda um stefnuleysi myndarinnar, en þeir eru líklega vanari því að sam-
tímahrollvekjur birti eindregnari veruleikasýn en RWWM gerir.
Gagnrýnendur virðast á einu máli um hvað RWWM snúist ekki. Hún
er ekki nógu fyndin til þess að vera kómedía og hún tekur sig að þeirra
mati ekki nógu alvarlega til þess að teljast fullgild hryllingsmynd. Að sama
skapi er hún hvorki nógu vönduð né nægilega subbuleg og ekki heldur
hæfilega ógeðsleg eða nógu „kitsch“. Svona mætti lengi telja. RWWM er
ein af þessum myndum sem inniheldur of lítið eða of mikið af öllu.
Menningartúrismi og fyrirsjáanlegar pakkaferðir
Ásgeir H. Ingólfsson brást við harkalegum viðtökum íslenskra gagnrýn-
enda í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið nokkrum dögum eftir frum-
sýninguna. Hann ræðir þá kreppu sem íslensk kvikmyndagagnrýni hefur
löngum verið í „þegar kemur að því að gagnrýna íslenskar bíómyndir“, en
þær hafa lengst af verið „hafnar upp til skýjanna eða þær hafa fengið sínar
þrjár stjörnur í áskrift, jafnvel þótt gagnrýnandinn hafi fundið fátt jákvætt
að segja um myndina.“59 Af þessum sökum kemur það Ásgeiri á óvart að
„hvalveiðisplatterinn Reykjavik Whale Watching Massacre [sprengi] skalann
niður á við“, en Ásgeir telur það stafa af kröfu gagnrýnenda um óhugnað,
þegar ljóst sé að hefðbundnar hryllingsmyndir veki nánast aldrei slíka til-
finningu. Réttara sé að skoða hrollvekjur sem húmorískt „leikhús fárán-
leikans“ sem sýni „okkur mannskepnuna í sínu hlálegasta ljósi, ýmist sem
eigingjarna og grimma skepnu (morðingjarnir) eða sem ofalda velmegunar-
sjúklinga (fórnarlömbin).“ Að mati Ásgeirs er RWWM samfélagsádeila þar
sem: „Íslendingarnir eru ófrýnilegir sveitalubbar, nógu uppfullir af þjóðern-
mean and nasty.“ Myndin fær 5 stig af 10; eða 2,5 hauskúpur af 5 mögulegum, en
varla þarf að geta þess að á Bloody Disgusting er eftirsóknarvert að fá sem flestar
hauskúpur. Sjá http://www.bloody-disgusting.com/review/1891 [sótt 15. mars
2010].
58 „Unfortunately, the film is seriously flawed in terms of writing, with Sjón
Sigurdsson’s script lurching between scares and what are presumably meant to be
laughs or self indulgent Björk references.“ James Mudge, „Harpoon: Reykjavik
Whale Watching Massacre (2009) Movie Review“.
59 Ásgeir H. Ingólfsson, „Leikhús fáránleikans“, Morgunblaðið 8. september 2009,
bls. 30.
GUðNI ELÍSSoN