Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 92
92
einnig finna í „lítilsigldum“ listformum. Líklega liggur vandi RWWM ekki
síst í því að handritshöfundurinn Sjón talar til tveggja vel aðgreindra við-
tökuhópa í senn, unglinganna sem flykkjast í kvikmyndahús til að sjá nýj-
ustu hryllingsmyndirnar frá Hollywood, og svo til þess þrönga hóps „fag-
urkera“ sem les ljóð og þekkir evrópskan dekadens. Þó að viðfangsefnin í
listgreinunum tveimur séu um margt þau sömu er samræðan milli hóp-
anna tveggja nánast engin, jafnvel þótt þeir sæki stundum sömu „listvið-
burði“.
Í RWWM má því hugsanlega finna enn eina blöndun tveggja rækilega
aðgreindra hátta, þá blöndu sem verður til þegar hið háa og lága rekast
saman svo að úr verður fagurfræðilegur listhroði. Sjón er ekki aðeins
áhugamaður um dægurmenningu sem skrifað hefur um slægjur og slettur í
íslensk tímarit,61� hann er einnig einn þekktasti fulltrúi þeirrar róttæku
fagurfræði sem mótaði evrópska framúrstefnu snemma á tuttugustu öld-
inni en gekk í endurnýjun lífdaga á Íslandi á áttunda og níunda áratug síð-
ustu aldar. Í skáldskap hans má finna ýmis konar óhugnaðarminni. Hann
fjallar um forboðna þekkingu, sturlun og dauða, sundrun líkamans, eró-
tískan hrylling, bannhelgi og uppreisn gegn borgaralegri hugmyndafræði
og samfélagsreglum.62 Að þessu leyti minnir Sjón á þýska leikstjórann
Christoph Maria Schlingensief sem einnig reyndi að sundra aðgreining-
unni milli hálistar og afþreyingarhroða í verkum sínum. Schlingensief var
ekki aðeins einn virtasti leikstjóri Þjóðverja sem setti upp eftirminnilegar
óperusýningar á Bayreuth-hátíðinni og vann innsetningar fyrir Volksbühne
í Berlín. Hann leikstýrði einnig kaldhæðnu ærslaslettunni Das deutsche
Kettensägenmassaker (1990, Þýsku keðjusagarmorðin) þar sem fjallað er um
flókin tengsl Austur- og Vestur-Þjóðverja. Þýsku keðjusagarmorðin er í senn
ódýr, fyndin og lágkúruleg, og þótt hún sé taumlausari en RWWM má í
báðum greina sams konar listrænan gjörning.
Ef bilið milli aðdáanda slægjunnar og fagurkerans sem kaupir ljóða-
bækur Sjóns virðist óbrúanlegt má leita annarra leiða til að skoða RWWM
í ljósi hefðbundnari listforma, t.d. með því að rekja tengsl íslenskra leikara
myndarinnar við dramatískt leikhús, en í því skera þeir sig rækilega frá
þeim unglingum, áhugamönnum og stöku b-mynda stjörnum sem leika í
61 Sjá t.d. Sjón, „Blóð bunar, viðbjóður vellur og hausar fjúka“, Samúel september
1986, bls. 14–17.
62 Sjá t.d. Guðni Elísson, „Eftirmáli að lestrarbók handa nemendum í sextíuogátta
ára bekk: Eða: Aðferð til þess að koma ekki of mikilli reglu á hlutina“, Sjón:
Ljóðasafn 1978–2008, Reykjavík: Bjartur, 2008, bls. 347–372, hér bls. 365–372.
GUðNI ELÍSSoN