Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 94
94
kvæðar viðtökur RWWM á Íslandi á þeim forsendum að hún hafi verið
túlkuð sem bandarísk formúla. Hún byggi ekki á íslenskri menningarhefð,
heldur sé fyrst og fremst hugsuð til útflutnings, þar sem bandarískir, jap-
anskir og evrópskir áhorfendur geta allir fundið sinn fulltrúa í hópi fórn-
arlambanna. Sú staðreynd að meginhluti handritsins er á ensku gæti stutt
slíka túlkun. Þó er allt eins líklegt að ýmsir erlendir áhorfendur freistist til
þess að túlka átökin í myndinni milli túristanna og íslensku hvalveiðifjöl-
skyldunnar sem glímu hins þjóðlega við alþjóðlega kvikmyndastrauma.
Slík túlkun á evrópskum hrollvekjum er algeng, en þær þykja oft listrænni
og sjálfstæðari en bandarískar hryllingsmyndir.
Íslensk kvikmyndaframleiðsla er of smá í sniðum til þess að geta nokkru
sinni borið uppi sérþjóðleg hrollvekjueinkenni, eins og þau sem vissulega
má greina í ítölskum, spænskum og japönskum hrollvekjum. Það gerir því
alla umræðu um átök íslensks þjóðarbíós og heimsmynda torvelda að færa
hana niður á greinarplanið. En RWWM mætti hugsanlega flokka og mark-
aðssetja með öðrum hrollvekjum frá sama menningarsvæði. Einn af áhorf-
endum Screamfest Horror Film Festival varpar skýru ljósi á þessa túlkunar-
aðferð þegar hann segir:
Af samantektinni má ætla að myndin sé Texas Chainsaw Massacre
tekin um borð í hvalveiðiskipi, en hún er miklu meira. Það er
vissulega nóg um slettur, en þær fljúga á gamansaman hátt […]
Skandinavía er að verða raunverulegt afl í heimi hryllingsmynd-
anna með kvikmyndum eins og Let the Right One In, Dead Snow,
og nú Reykjavik Whale Watching Massacre. Húrra.67
Leikstjóri RWWM, Júlíus Kemp, tæki heils hugar undir þessi orð þótt
hann hafi í viðtölum valið aðra leið í tilraun til þess að gefa mynd sinni
aukna merkingu. Nafnlausi hryllingshátíðaráhorfandinn les RWWM í allt
annað samhengi en íslensku gagnrýnendurnir og það mótar sýn hans á
myndina.
67 Talfulano, „Horror Fans Rejoice“: „The synopsis makes it appear like it will be
,Texas Chainsaw Massacre‘ on a whaling vessel, but it’s much more than that.
Plenty of splatter to go around, but made with great humor. […] With ,Let the
Right one In,‘ ,Dead Snow,‘ and now ,Reykjavik Whale Watching Massacre,‘
Scandinavia is becoming a force to be reckoned with in the world of horror film
making. Bravo.“ IMDb user reviews for Reykjavik Whale Watching Massacre. Sjá
http://www.imdb.com/title/tt1075749/usercomment [sótt 4. mars 2010].
GUðNI ELÍSSoN