Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 95
95
Sem fyrr er óþarfi að setja eina greiningarleið á oddinn. RWWM er
innflutt neysluvara, Hollywood-klisja, kvikmynd sem sækir merkingu í
eina forsmáðustu grein samtímamenningarinnar.68 En hún er líka ætluð til
útflutnings á erlendar kvikmyndahátíðir þar sem upprunastaðurinn vegur
þungt og þar sem bakgrunnur ýmissa aðstandenda myndarinnar gerir það
að verkum að lesa má í hana leynda dýpt, t.d. með því að túlka hana sem
listrænan gjörning.
Mikilvægast er að komast ekki að of fastmótaðri niðurstöðu um merk-
ingarkerfi myndarinnar. Sú óreiða sem stundum er sögð búa í líkama
skrímslisins69 og stundum er sögð uppruni undursins,70 býr einnig í form-
gerð slægjunnar. Texti hennar gengur út á sundrungu, jafnt líkamlega sem
merkingarlega sundrungu og hætt er við að sú óþægilega fagurfræði sem
rís úr óvissunni týnist ef gengið er of langt í því að skapa slægjunni falskt
fræðilegt samræmi.71
Það er ekki laust við að Bergsteinn, Þórarinn og Sæbjörn hafi lokað á
umræðu um fyrstu íslensku slægjuna með dómum sínum. Það er líklega
ástæðan fyrir því að Ásgeir Ingólfsson bendir á óvænt tengsl myndarinnar
við evrópskar hábókmenntir tuttugustu aldar. Auðvitað mega áhorfendur
ekki taka tengingu Ásgeirs of alvarlega. En þeir verða líka að forðast að
breytast í þá túlkendur sem fara í fyrirsjáanlegar pakkaferðir til þess eins að
staðfesta fyrir sjálfum sér verstu klisjurnar í greininni. Er ekki vænlegra,
þegar öllu er á botninn hvolft, að umskapa sig sem menningartúrista á
óræðum slóðum?
68 Sjá t.d. grein Lindu Williams, „Film Bodies: Gender, Genre, and Excess“, Film
Quarterly 44, hefti 4, sumar 1991, bls. 2–13.
69 Sjá t.d. Mary Douglas, Purity and Danger: An Analysis of the Concepts of Pollution and
Taboo, London og New York: Routledge, 1991 [1966], sjá sérstaklega fyrstu þrjá
kaflana, bls. 7–57.
70 Gríska orðið τέρας (téras) merkir í senn skrímsli og undur.
71 Mikið hefur verið ritað um merkingarlega sundrungu hrollvekjunnar. Hér nægir
að nefna greinina „Monster Culture (Seven Theses)“ eftir Jeffrey Jerome Cohen,
Monster Theory, ritstj. Jeffrey Jerome Cohen, Minneapolis og London: University
of Minnesota Press, 1996, bls. 3–25, og tvær greinar eftir Úlfhildi Dagsdóttur,
„Af-skræmingar, af-myndanir og aðrar formlegar árásir: Hrollvekjan í daglegu lífi
og starfi“, bls. 697–714, sérstaklega bls. 709–714; og „Með sinar í strengi og plægð
orð í húð: Líkamshryllingur í orði og á borði“, Flögð og fögur skinn, ritstj. Jón
Proppé, Reykjavík: Art.is, 1998, bls. 182–196, sérstaklega bls. 184–186.
UNDIR HNÍFNUM