Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 100
100
menningardeiglunnar sem verkin verða til í og angar þeirra sjálfra við-
halda gildum hennar. Spænskt þjóðerni og búseta höfundarins skiptir höf-
uðmáli en stöðug úrvinnsla Almodóvar á spænskum menningararfi og
samfélagssögu gerir verk hans að áhugaverðum heimskvikmyndum.
Úrvinnsla Almodóvar er þó ekki alfarið bundin við spænska landsteina því
að hann sækir fanga víðar í vestræna menningarsögu og spyrðir saman
ólíka þræði.
Það er áhugavert að rýna í þessar rætur og samband Almodóvar og fyr-
irferðarmikillar stjörnuímyndar hans við áhorfendur því að spírun þeirra
rekur feril hans frá staðbundnum þreifingum spænskrar neðanjarðarmenn-
ingar að blómstrandi vinsælum leikstjóra heimskvikmynda. Slík rýni afhjúp-
ar einnig póstmóderníska þætti höfundarverksins en myndirnar tilheyra
hvorki jaðri né miðju því að þær eru allt í senn framúrstefna, evrópskt lista-
bíó og meginstraumsafþreying, stórsmellir og heimskvikmyndir.
Helsta brum verka Almodóvar er ef til vill að þau hafa upphafið súr-
realisma á ný en hugtakið virðist oftast vera skrautlegur merkimiði í skrif-
um um leikstjórann fremur en að vísa til þýðingarmikils inntaks. Ef leik-
stjórinn er spyrtur við súrrealisma hjá rýnendum er það einungis á
yfirborðinu en í raun er hér um að ræða lykil að túlkun á verkunum. Ef til
vill slæðist hugtakið helst með vegna þess að Almodóvar sjálfur er ötull við
að bendla sig við Luis Buñuel.7 Rýnendur falla að minnsta kosti flestir í þá
gryfju að reyna á einhverjum tímapunkti að rökleiða súrrealíska framvindu
myndanna.
7 Luis Buñuel (1900–1983) er líklega einn frægasti kyndilberi súrrealisma í kvik-
myndasögunni en Almodóvar á fátt sameiginlegt með honum annað en súrreal-
ismann, spænskan uppruna og andúð á kaþólsku kirkjunni. Aðferðafræði þeirra er
fremur ólík. Almodóvar stýrir leikurum sínum til að mynda af ákafri innlifun á
meðan Buñuel vildi helst ekki hafa nein áhrif á tjáningu sinna skjólstæðinga.
Tónlist er veigamikill þáttur í myndum Almodóvar, bæði innan söguheims og
utan, en Buñuel vildi helst að öll hljóð tilheyrðu söguheimi. Frönsku verkin hans
Buñuel hafa ekkert undirspil og sum eru jafnvel alfarið án tónlistar. Almodóvar
hefur fram að þessu aðeins starfað á Spáni og í gegnum tíðina verið frekar sam-
kvæmur sjálfum sér. Buñuel leitaði hins vegar fanga víðar, ferðaðist og spreytti sig
á margvíslegum nálgunarleiðum og aðferðafræði. Sjá spyrðingu Almodóvar við
Buñuel, t.d Pedro Almodóvar: Interviews, bls. 28, 37, 47, 73, 164 og Frédéric
Strauss, ritstjóri, Almodóvar on Almodóvar, þýð. Yves Baignères, London: Faber
and Faber, endurbætt útgáfa 2006 [1996], bls. 178–179.
hjöRDís stEfáNsDóttiR