Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 103
103
lengd spretta einmitt upp úr þessari deiglu. Þar sem eitt af síðustu valda-
verkum Franco var að leggja niður kvikmyndaskóla landsins reið Almodóvar
á vaðið án nokkurrar formlegrar fagmenntunar.
Myndin Pepi, Luci, Bom og hinar stelpurnar úr fjöldanum (1980, Pepi,
Luci, Bom y otras chicas del montón) varð til við afar kröpp kjör en hún var
alfarið fjármögnuð og unnin í sjálfboðavinnu af Almodóvar og félögum
hans. Aðferðafræðinni svipaði til Super 8 myndagerðarinnar, fléttan varð
því losaraleg og tæknilegir gallar eru fyrirferðarmiklir. Það kom þó ekki að
sök því að hráir eiginleikar myndarinnar og óhefluð efnistökin höfðuðu til
hinnar verðandi róttæku andófsmenningar.
Handritið er frumsamið og fjallar í grófum dráttum um vináttu lífs-
nautnaseggsins Pepi og lesbíska ungpönkrokkarans Bom. Pepi kemst í kast
við lögin fyrir að rækta hass og er nauðgað af íhaldssömum laganna verði.
Hún hyggur á hefndir þar sem fasistakarlremban rændi hana meydómnum
sem hún hafði ætlað að selja hæstbjóðanda. Í því skyni vingast Pepi við
Luci, undirgefna eiginkonu spellvirkjans og þegar hún kemst að því að
Luci er masókisti í sífelldri leit að hegningu kemur hún á drottnunarsam-
bandi milli hennar og Bom. Þar með hefur henni tekist að ræna durtinn
„þarfasta þjóni“ sínum og náð að koma fram hefndum.
Myndin sem er ófyrirleitin og klúr var ekki ritskoðuð að öðru leyti en
því að sum kvikmyndahús tóku hana úr sýningu strax eftir frumsýningu
vegna „ósmekklegs siðleysis“.12 Sú staðhæfing vísar líklega jafnt til kald-
hæðins grínsins og hispurslausrar kynlífsumfjöllunar en auk tveggja
nauðgana pissar Bom til dæmis yfir Luci í saumaklúbbi og skipar henni
síðar að éta hor. Myndin var fersk súrrealísk samtímasaga sem gaf kúgandi
hugmyndafræði fortíðarinnar langt nef og sló því rækilega í gegn hjá
spænskum æskulýð. Næstu fjögur árin flykktust áhorfendur á miðnætur-
sýningar myndarinnar í menningarvitanum og kvikmyndahúsinu Alphaville
sem sá hag sinn í að fjármagna næstu mynd leikstjórans.13
Völundarhús ástríða (1982, Laberinto de pasiones) náði meiri vinsældum
en fyrri myndin en fékk á sig áfellisdóm fyrir að misbjóða siðferðiskennd
áhorfenda snöggt um minna.14 Almodóvar daðrar sem fyrr við blöskrandi
12 Juan I. Francia og Julio Pérez Perucha, „First Film: Pedro Almodóvar,“ þýð.
Louise Detwiler, Pedro Almodóvar: Interviews, ritstj. Paula Willoquet-Maricondi,
ritröðin Conversations with Filmmakers, Mississippi: University Press of Mississippi,
2004, bls. 8.
13 Marvin D’Lugo, Pedro Almodóvar, bls. 26.
14 Þetta hefur Marvin D’Lugo eftir spænsku samtímapressunni, sama rit, bls. 26.
RÓTTÆK ENDURSTÆLING