Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Qupperneq 106
106
póstmóderníska ímynd samtímans.17 Verkin leggja, með endurstælingu, út
af sambandi ímyndar og raunveruleika, siðmenntunar og dulvitundar, en
að mati Dyer getur slík tækni gert áhorfendum kleift að skilja stöðu sína og
samtímann út frá samhengi sögunnar.18
Almodóvar forðast iðulega beinar pólitískar yfirlýsingar þótt hann
miðli samfélagsádeilu í gegnum súrrealískar tálsýnir. Hann tekur hvorki
afstöðu né áréttar hvað er rétt og hvað rangt, né heldur ráðskast hann með
eða stýrir viðhorfum áhorfandans. Sú aðferðafræði hefur farið fyrir brjóst-
ið á mörgum sem ekki vita hvernig þeir eiga að bregðast við slíkri hams-
lausri „siðblindu“. Að mati Almodóvar á ekki að eyrnamerkja og dilkadraga
einstaklinga eftir ástríðum þeirra til að koma á bælandi stöðugleika — allir
hafa sama tilverurétt og óheft tjáningarfrelsi er lykilinn að mannlífsgrósku,
umburðarlyndi og frjálsræði.19
Frá jaðri að miðju
Velgengni Almodóvar byggir að hluta til á þessari róttækni í efnisvali og
framsetningu. Hann ver einstaklingshyggju, hampar óheftum þrám og
sýnir samúð með jöðruðum samfélagsþegnum. Áhorfandinn fær tækifæri
til að samsama sig ólíklegum hetjum eins og Ricky í Bittu mig, elskaðu mig!
(1989, ¡Átame!) og Benigno í Talaðu við hana! (2002, Hable con ella). Ricky
situr um, rænir og heldur síðar fanginni fyrrverandi klámmyndaleikkonu
en von hans er sú að hún verði ástfangin af honum eins og hann er af
henni. Hann er nýútskrifaður af geðsjúkrahúsi, þar sem hann dvaldist um
áraraðir vegna ofstækisfullrar kynlífsfíknar og þráir ekkert heitar en að
stofna til „eðlilegrar“ miðstéttarfjölskyldu sniðinni eftir ímynd Hollywood-
kvikmynda, en þannig telur hann sig geta tilheyrt viðurkenndri miðju
samfélagsins. Bittu mig, elskaðu mig! er raunar ein farsælasta og augljósasta
ástarsaga leikstjórans til þessa því að Ricky er gæddur tilfinningalegri dýpt
og persónutöfrum sem láta Marinu, fanga hans og síðar ástkonu, ekki
ósnortna.20
17 Þessi fullyrðing stríðir gegn hugmyndum Fredrick Jameson, frægasta kenninga-
smiðs póstmódernisma um markleysi endurstælingar. Sjá „Culture: The Cultural
Logic of Late Capitalism,“ Postmodernism or the Cultural Logic of Late Capitalism,
Durham: Duke University Press, 1992 [1984].
18 Richard Dyer, Pastiche, bls. 180.
19 Marcia Pally, „Picador, Any door Camp Pedro,“ Film Comment 24, 6/1988, bls.
18.
20 Nýjasta kvikmynd Almodóvar Brostin faðmlög (2009, Los abrazos rotos) er jafnvel
hjöRDís stEfáNsDóttiR