Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 107
107
Benigno er önnur útgáfa af umsáturslaungægi. Þó að báðir séu þeir jafn
einfeldningslega saklausir í hugsun er Benigno ólíkt bældari en Ricky og
ekki jafn ruddalegur.21 Hann hefur lengi setið um draumadísina sína Aliciu
en eftir að hún fellur í dauðadá ræður hann sig sem sjúkraliða til að sinna
henni. Benigno lifir fyrir Aliciu í tvennum skilningi. Annars vegar snýst líf
hans um að annast og tilbiðja líkama hennar en auk þess notar hann frí-
tíma sinn til að sækja skemmtanir sem hefðu fallið að smekk hennar ef hún
væri með meðvitund. Síðan segir hann henni í smáatriðum frá upplifunum
sínum og gerir þær þannig að félagslegum athöfnum þeirra beggja. Þrátt
fyrir að Benigno gangi of langt og nauðgi Aliciu hefur áhorfandinn sam-
kennd með honum því að sagan er að stórum hluta sögð frá hans sjónar-
horni og ást hans er einlæg og barnslegt sakleysið sannfærandi.22
Fíkniefnaneytendur, samkynhneigðir, kynskiptingar og konur í öllum
sínum margbreytileika eru í brennidepli í verkum Almodóvar. Í þeim fáu
tilfellum þar sem gagnkynhneigðir karlar eru í aðalhlutverkum eins og í
Nautabana (1986, Matador), Bittu mig, elskaðu mig!, Kviku holdi (1997,
Carne trémula), Talaðu við hana! og Brostnum faðmlögum eru þeir afbrigði-
legir eða utangarðs í einhverjum stöðluðum skilningi — Benigno og Ricky
eru góð dæmi um afbrigðilegar hetjur en Harry Caine í Brostnum faðm-
lögum og David úr Kviku holdi þurfa að takast á við fötlun og samfélagslega
jöðrun eins og olnbogabarnið Victor, aðalhetja síðarnefndu myndarinnar.
Leikstjórinn leitast þannig þráfaldlega við að afbyggja miðjaða og karlmið-
aða sjálfsmynd Spánar sem fékk byr undir báða vængi í valdatíð Franco.
Jaðarinn skákar ekki einungis miðjunni innan söguheims Almodóvar,
menningar- og hugmyndafræðileg staðsetning höfundarins og verka hans
hafa einnig fikrað sig inn að miðjunni í tímans rás. Almodóvar fór frá
fátækt og takmörkuðum möguleikum til velmegunar og alheimsfrægðar.
Fyrsta skrefið var eins og áður segir að flýja kúgandi sveitina í frelsi stór-
borgarinnar. Madríd varð hans athvarf í lífinu og staður möguleikanna.
augljósari ástarsaga, með umsáturslaungægi í aukahlutverki og geðþekkum elsk-
endum í aðalhlutverkum en ást þeirra er í meinum og þeim var ei skapað nema að
skilja.
21 Nafn hans þýðir meinlaus eða góðlátlegur sbr. benign í ensku.
22 Honum gæti þó gramist slóttug framsetning Almodóvar á nauðguninni þar sem
henni er miðlað með stuttri hugljúfri táknsögu sem skeytt er inn í atburðarásina á
lykilstundu þannig að áhorfandanum verður ekki ljóst fyrr en um síðir hvað hefur
átt sér stað. Almodóvar hefur blekkt áhorfandann til að njóta hrifnæms táknmáls
og þannig leggja óafvitandi blessun sína yfir nauðgun.
RÓTTÆK ENDURSTÆLING