Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 108
108
Hann sór þess ungur eið að snúa aldrei aftur,23 en fráhvarf hans endur-
speglast berlega í þeirri neikvæðu merkingu sem umlykur gjarnan dreif-
býlið í verkum hans. Í fyrstu myndunum reyndi hann að afskrifa það og
gleyma því eins og fortíðinni. Síðar verður sveitin gjarnan ímynd bælingar
og afturhaldssemi eða staður voveiflegra atburða eins og í Nautabana,
Lögmáli girndar (1987, La ley del deseo), Kiku og Afleitri menntun (2004, La
mala educación) en Madríd er alltaf ævintýraland og staður uppgötvana.24
Hvert ævintýraland hefur þó sínar skuggahliðar og leikstjórinn dregur
ekki dul á þær. Aðsóknin í borgina var of mikil og of hröð til að allir gætu
látið drauma sína rætast og lifað hinu ljúfa lífi eins og vel sést í Hvað hef ég
gert til að verðskulda þetta? Eldri kynslóðir persóna eiga erfitt með að fóta
sig í ringulreið róttækrar borgarbyltingarinnar og trega sáran ræturnar og
minningarnar, sveitin verður fyrirheitna landið sem þær þrá að snúa aftur
til.
Þessi þrá eftir upprunanum verður sterkari og jákvæðari þráður eftir
því sem líður á feril Almodóvar. Hann hefur lært að meta friðsæld og ein-
faldleika sveitarinnar og í auknum mæli verður hún athvarf til að jafna sig
á áföllum og staður móðurlegrar umhyggju. Þetta kristallast til dæmis í
Bittu mig, elskaðu mig! en Ricky og Marina enda myndina með því að
ferðast til heimahaga móðurfjölskyldu hennar þar sem þau hyggjast opin-
bera ást sína og hefja líf sitt saman. Þannig hefur Almodóvar á ferli sínum
ferðast úr sveit í borg og aftur til baka.
Á þessu ferðalagi hefur hann fundið leið til að svipta upprunann ann-
arleika sínum og sameina hann miðjunni. Við upphaf ferils Almodóvar
hafði Spánn verið klofinn milli viðtekinna gilda og baráttunnar fyrir
menningarlegri og stjórnarfarslegi nútímavæðingu. Myndir sem fram-
leiddar voru á valdatíma Franco, sérstaklega fram undir miðjan sjötta ára-
tuginn, höfðu vel flestar haldið ákveðnum þjóðerniseinkennum á lofti og
þar með dregið fram fremur einsleita mynd af þegnunum. Til dæmis hafði
spænskum þjóðdönsum og söng, nautaati og einingu kaþólsku kirkjunnar
23 Ef marka má háðskar ráðleggingar hans í sjálfsævisögulegri ritgerð kallaðri
„Ráðleggingar um hvernig verða má heimsfrægur kvikmyndagerðarmaður.“ Sjá
Pedro Almodóvar, Patty Diphusa Stories and Other Writings, þýð. Kirk Ander son,
London og Boston: Faber og Faber, 1992, bls. 134.
24 Nánast allar myndir Almodóvar gerast í Madríd. Allt um móður mína gerist auk
þess að hluta í Barcelona og í mörgum verkanna er farið út í smábæina og sveit-
ina.
hjöRDís stEfáNsDóttiR