Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 109
109
verið hampað.25 Almodóvar og fleiri úr röðum Madrídarhreyfingarinnar
hjálpuðu til við að gefa þessum einkennum nýtt vægi, frelsa þau undan
spyrðingu við þá hugmyndafræði sem einkenndi feðraveldi fasismans.26
Almodóvar afbyggir markvisst eldri gildi en hafnar þeim þó ekki —
hann gefur þeim nýtt vægi og aukna margræðni. Menningin er ekki lengur
þjóðernishyggja útvalinna heldur tilheyrir hún öllum, landamæri há- og
lágmenningar hafa verið afmáð. Konur verða nautabanar eins og sést í
myndunum Nautabana og Talaðu við hana! og þjóðlegur dans og söngur
sígauna birtist í listviðburði sem trekkir að heldri borgara eins og sjá má í
Leyndarmálið mitt blómstrar (1995, La flor de mi secreto). En umfram allt má
hver og einn ýkja og skrumskæla ímyndirnar svo að þær falli að eigin sjálfs-
mynd. Menningin er orðin að neysluvarningi sem verður gjaldgengur með
kitsi, kampi og endurstælingum.
Samkynhneigðir voru sá samfélagshópur sem líklega var mest þaggaður
á tíma fasismans en spænska kampið opnaði leið að vitundarvakningu og
umburðarlyndi almennings með umræðu um mismunun og bælingu þess-
ara þegna. Almodóvar er sjálfur samkynhneigður og því stendur þessi bar-
átta honum nærri. Myndir Almodóvar voru þó ekki sérstaklega spyrtar við
hinseginmenningu á Spáni fyrr en með heimsfrægð leikstjórans á tíunda
áratug síðustu aldar. Hafa ber í huga að Almodóvar spyrnir á móti slíkum
merkimiðum og segir myndir sínar ekki fjalla um samkynhneigð heldur
um sterkar ástríður. Í hans huga er aðeins til ein kynhneigð en ekki marg-
ar, sjálfsmyndir kyngervis eru ekki fastákveðnar heldur ráðast þær af pers-
ónubundnum ástríðum og útrás. Allt er látið flakka og hispursleysið er
beitt egg sem miðar að jafningjasamfélagi.27
Áhrifavaldar og líkindi
Þegar rýnt er í höfundarverk Almodóvar og róttækar stælingar hans blasir
það við að hann tekur það sem honum hentar frá umheiminum og gerir að
sínu. Hann vinnur ekki einungis úr spænskum menningararfi heldur end-
25 Alejandro Yarza, Un caníbal en Madrid: la sensibilidad camp y el reciclaje de la historia
en cine de Pedro Almodóvar, Madríd: Ediciones Libertarias, 1999, bls. 117–122.
[Hér tilvitnað eftir Ernesto Acevedo-Muñoz, Pedro Almodóvar, bls. 2.]
26 Sama rit, bls. 174. [Hér tilvitnað eftir Ernesto Acevedo-Muñoz, Pedro Almodóvar,
bls. 3.]
27 Lynn Hirschberg, „The Redeemer,“ New York Times Magazine 5. september 2004,
bls. 27.
RÓTTÆK ENDURSTÆLING