Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 111
111
fram öðrum sjúkum persónum sprottnum úr ólíkum greinum fjölmiðlunar.
Ramón, kærasti hennar, er nærfatatískuljósmyndari og vita getulaus án
myndavélarinnar. Hann fylgist með Kiku úr fjarska í gegnum aðdráttar-
linsur og fær aðeins fullnægingu við að mynda hana á meðan samförum
stendur — það er hann sem festir nauðgunina á filmu.28 Nicholás, fóstur-
faðir hans, er raðmorðingi sem skrifar reyfara byggða á ástríðuglæpum
sínum. Hann er jafnframt elskhugi Kiku og morðingi móður Ramóns.
Andrea „örfés“ er ekki síður siðlaus persóna en hún átti einnig í ástarsam-
bandi við feðgana og var auk þess sálfræðingur Ramóns eftir fráfall móður
hans. Nú stýrir hún eigin sjónvarpsþætti þar sem leitast er við að sýna
myndbrot með ósviðsettum hrottalegum ódæðisverkum. Andrea situr um
fyrrum ástmenn sína þar sem hún telur voveiflegt uppgjör bíða þeirra og
kemst þannig yfir upptökuna af nauðguninni og uppgötvar jafnhliða rétt
eðli Nicholásar.
Ekki eru allir kynlegir kvistir upptaldir enn því að systkinin Juana og
Paul Bazzo setja einnig svip sinn á frásögnina. Juana er heimilishjálp og
vinkona Kiku sem telur sig vera lesbíska eftir áralanga misnotkun af hálfu
bróður síns. Paul er fyrrverandi klámmyndastjarna og margdæmdur
nauðg ari sem setið hefur um tíma bak við lás og slá.29 Hann sleppur út og
leitar systur sína uppi til þess að fá útrás fyrir uppsafnaða spennu. Þegar
hann kemur heim til Kiku og sér húsfreyjuna liggja sofandi, getur hann
ekki stillt sig. Hann keflar Juönu og nauðgar Kiku sem reynir stöðugt að
tala hann til á meðan Ramón myndar allt úr fjarska og hrægammurinn
Andrea bíður átekta.
Afkáralegur svartur húmor eins og hér um ræðir er mjög einkennandi
fyrir verk Almodóvar. Spurning er þó hvort keyri um þverbak í þessu til-
viki því að myndin virðist koma óþægilega við kaunin á flestum.30 Hún
hefur reyndar fengið ein áhorfendaverðlaun (Sant Jordi Awards, Spánn,
1994) en aðallega verið harðlega fordæmd af gagnrýnendum jafnt sem
28 Nefna má að Ramón minnir um margt á blætisskrímslið úr kvikmyndinni
Laungægirinn Tom (1960, Michael Powell, Peeping Tom).
29 Nafn Pauls Bazzo er háðskur orðaleikur með spænska klúryrðið polvazo sem mætti
þýða sem „góður dráttur“ eða „stórt sáðlát.“
30 Gwynne Edwards segir t.d. myndina hafa verið kaffærða í ásökunum um sjálfs-
þægðaröfgar, óþarflega ofstækisfulla árás á blygðunarkennd vammlausra áhorf-
enda, kvenhatur og kynvillu þegar hún kom út. Sjá Labyrinths of Passion, bls. 140.
Ernesto Acevedo-Muñoz segir myndina líklega vera umdeildasta verk leikstjórans
fram að Afleitri menntun. Sjá Pedro Almodóvar, bls. 204.
RÓTTÆK ENDURSTÆLING