Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 116
116
Stríður lestur og fjaðrafok sem ekki kæfir, upphefur verkin og eykur
vinsældir þeirra og hróður. Fyrsta mynd hans sem lagði heiminn að fótum
sér, Munúðarreglan, olli hneykslan á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið
1983.38 Kaþólska kirkjubáknið og trúræknir hátíðargestir krossuðu sig og
knúðu í gegn að myndin yrði tekin úr keppninni þrátt fyrir að margir
gagnrýnendur hefðu hrifist af ferskleikanum. Áhorfendum misbauð helst
afbygging spænskra hefða og hvernig kirkjan er skopstæld og notuð til að
tjá sammannlegar tilfinningar og þrár. Höfundarnafngift vandræðabarns-
ins var á vitorði allra en með umtalinu fylgdi forvitni og eftirvænting um
framhaldið. Þannig festi Almodóvar sig í sessi, hann gerði sér mat úr þeim
hárfínu skilum sem greina að meðbyr og mótlæti. Sá leikur er þó ekki allt-
af inni í myndinni.
Flestar myndir leikstjórans skarta sterkum og eftirminnilegum kven-
persónum en í gegnum tíðina hafa hörðustu áfellisdómarnir sem hann
hefur hlotið snúið að ímynd þeirra. Mörgum finnst hann sýna af sér rætið
kvenhatur og segja myndir hans niðurlægja konur og gera þær að blæti (e.
fetish).39 Þetta á sérstaklega við um myndirnar Bittu mig, elskaðu mig!,
Talaðu við hana! og Kiku. Slíkur lestur er ráðandi og eðlileg afleiðing af
þróun kvikmyndalistarinnar sem hefur óumdeilanlega verið hluti af feðra-
veldishefðinni til þessa. En önnur nálgunarleið gæti varpað nýju ljósi á
boðskap verkanna. Ef persónuleiki höfundarins og samhengi hans er tekið
með í reikninginn mætti segja að myndirnar andæfi hefðbundnum kynja-
ímyndum á kaldhæðinn hátt. Almodóvar er ekki að fela blætisdýrkunina
sem einkennir kvikmyndalistina, hann ýkir og tranar henni fram með því
að gera hana að umfjöllunarefni.40 Það sem sumum finnst arðrán og nið-
urlæging á konum sjá aðrir jafnvel sem feminíska ádeilu.
Almodóvar sýnir konur gjarnan sem kúgaðar, bældar og hlédrægar til
að draga athygli að aldagömlu spænsku samfélagsmynstri og formgerð
klassískra kvikmynda.41 Í myndum höfundarins er augnaráðið ekki ein-
ungis karlmiðað, líkamar karla eru einnig til sýnis og þannig virkar blætið
í báðar áttir. Konur eru yfirleitt virkir gerendur myndanna og sjónarhorn-
ið því oft þeirra. Þær eru gjarnan hetjur og sigurvegarar á meðan karlarnir
38 Anna Llauradó, „Interview with Pedro Almodóvar: Dark Habits,“ Pedro Almodóvar:
Interviews, bls. 17–19; Marvin D’Lugo, Pedro Almodóvar, bls. 36.
39 Paul Julian Smith bendir t.d. á þetta í Desire Unlimited, the Cinema of Pedro
Almodóvar, bls. 2.
40 Mark Allinson, A Spanish Labyrinth: the Films of Pedro Almodóvar, bls. 72–73.
41 Sama rit, bls. 72–73.
hjöRDís stEfáNsDóttiR