Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 121
121
Við upphaf tuttugustu og fyrstu aldar leitast kvikmyndagerðarmenn
Ró mönsku Ameríku við að draga upp ímynd þess veruleika sem blasir alla
jafna við þeim — ekki hvað síst myndir af lífi og tilveru íbúa stórborga álf-
unnar. Þeir taka virkan þátt í því að viðhalda en jafnframt endurskapa
ímynd sem fest hefur í sessi og beinir sjónum að samfélagi þar sem átök og
óréttlæti eru alltumlykjandi. Þær kvikmyndir sem hvað mesta athygli hafa
vakið á síðustu árum draga enn fremur fram hefðbundnar staðalmyndir
— ekki hvað síst ríkjandi hugmyndir um samskipti kynjanna, þar sem
konur, sem stjórnendur eigin lífs, eru enn næsta ósýnilegar. Því er þó ekki
að leyna að það fyrirkomulag feðraveldisins þar sem „macho“-maðurinn
og hlýðna konan við hlið hans takast í sameiningu á við lífið virðist á und-
anhaldi. Í nýlegum kvikmyndum, til dæmis frá Mexíkó, blasir við hvernig
fjarar undan ímynd meðvitaða, sterka mannsins, „nýja mannsins“ svokall-
aða, sem byltingarmenn sjöunda áratugarins gerðu svo mikilvæga.1 Ungi
maðurinn sem þá vaknaði til meðvitundar um misrétti, ójöfnuð, stéttskipt-
ingu og valdbeitingu, er vitnisburður fyrri tíma og samræmist lítt þeirri
karlmennskuímynd sem við blasir á hvíta tjaldinu við upphaf tuttugustu og
fyrstu aldarinnar.2
1 Hugtakið „nýi maðurinn“ (s. el hombre nuevo) öðlaðist mjög sértæka merkingu í
skrifum fræðimanna og byltingarsinna í Rómönsku Ameríku um og eftir l970.
Vísað var til menntamanns úr millistétt, sem hafði orðræðu yfirstéttarinnar á valdi
sínu en barðist fyrir lýðréttindum alþýðunnar. Sjá frekari skilgreiningar Fidel
Canelón „El hombre nuevo según Ernesto Che Guevara“ á http://www.monog-
rafias.com/trabajos/hombrenuevo/hombrenuevo.shtml (sótt 8. júlí 2010).
2 Ein besta heimild seinni ára blasir við í kvikmyndinni Mótorhjóladagbækurnar
(2004, Walter Salles, Diarios de motocicleta) sem segir frá ferðalagi Ernesto Che
Guevara á mótorhjóli eftir endilangri Rómönsku Ameríku. Sjá enn fremur Clair
hólmfríður Garðarsdóttir
Ríkjandi rótleysi
Dáðleysi ungra manna
í mexíkóskum stórborgarmyndum
Ritið 2/2010, bls. 121–142