Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 124
124
Markmiðið með greiningunni sem hér fylgir á eftir er að varpa ljósi á
mexíkóska kvikmyndagerð síðustu ára og þær myndir sem kvikmyndagerð-
armenn samtímans draga upp af eigin umhverfi með hliðsjón af hugmynd-
um Ibáñez.5 Mikilvægt er að hafa í huga að myndirnar sem fjallað verður
um gerast um og eftir aldamót og fjalla allar um viðbrögð mannsins við
síbreytilegum og óvæntum aðstæðum eða aðsteðjandi ógn. Í athyglisverð-
um eftirmála að bók sinni Magical Reels: A History of Cinema in Latin
America gerir John King nokkuð ítarlega grein fyrir orsökum þeirra breyt-
inga sem mótað hafa samfélagsþróun landa Rómönsku Ameríku á undan-
förnum árum. Hann leggur áherslu á að efnahags- og stjórnmálaástand
skipti afgerandi sköpum fyrir efnistök mexíkóskra kvikmynda við árþús-
undalok.6 Hann ítrekar að þrátt fyrir að fríverslunarsamningurinn sem
Mexíkó gerði við Bandaríkin og Kanada árið 1994 (NAFTA-samningurinn)
nái ekki til menningar- og menntamála hafi hann stuðlað að umfangsmikl-
um félagslegum breytingum — ekki hvað síst á stöðu kynjanna og vegna
mikilla fólksflutninga, bæði innan Mexíkó og frá Mexíkó til Bandaríkjanna.7
Hann gerir uppreisn Zapatista-hreyfingarinnar í Chapas-héraði í Suður-
Mexíkó og átök innan stjórnarflokksins PRI á tíunda áratug síðustu aldar
að sérstöku umtalsefni því að hann telur að þau hafi ráðið úrslitum um
5 Andrea Noble bendir á að umfjöllunarefni mexíkóskra kvikmynda hafi breyst og
sjónarhornið flust frá sveitum til borga, um leið og og tónlistin sé ekki lengur
„ranchera“ þjóðlagatónlist heldur mexíkóskt rokk. Hún ítrekar að þar sem það séu
aðallega ungir íbúar stórborganna sem sækja kvikmyndahús þá, eðli málsins sam-
kvæmt, fjalli vinsælustu myndirnar um þá sjálfa. Hún veltir því fyrir sér hvort það
sé ekki einmitt þess vegna sem spegilmynd unga fólksins haldist hvað auðveldast á
lofti í kvikmyndagerð samtímans. Sjá „Vino todo el pueblo: Notes on Mexican
Movies and Movie-Going“, Bulletin of Latin American Research 25, hefti 4, 2006,
bls. 506–512.
6 John King, Magical Reels: A History of Cinema in Latin America, London og New
York, Verso, 2000, bls. 261–263.
7 Mexíkóska fræðikonan Edmé Domínguez hefur fjallað ítarlega um vaxandi at-
vinnu þátttöku mexíkóskra kvenna samfara alþjóðavæðingu atvinnulífs landsins í
kjölfar NAFTA-samningsins og tilkomu svokallaðra „maquiladoras“ samsetninga-
verksmiðja. Domínguez hefur sérstaklega skoðað áhrif þessa á félagslega stöðu
kynjanna. Sjá m.a. greinar hennar „Transnational class/gender networking be-
tween the North and South“, Remapping Gender in the New Global Order, ritstj.
Marjorie Griffin Cohen og Janine Brodie, oxford: Routledge, 2007, bls. 223–243,
og „Resistencia to global capital at the local level. Solidarity links and women
workers‘ organizing strategies in Mexico“, Mujeres latinoamericanas en movimiento
/ Women as a moving force, ritstj. Hólmfríður Garðarsdóttir, Reykjavík: Háskólaút-
gáf an, 2006, bls. 73–101.
hólmfRíðuR GaRðaRsDóttiR