Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 126
126
um um tilgang nútímamannsins í stórborgarsamfélaginu velt upp.10 John
King bendir á að:
Í hefðbundinni mexíkóskri kvikmyndagerð er að finna áhuga
á melódrama, en í því felst hvorki tiltrú á hjálpræði eða hent-
ugar lausnir. Tilveran er íþyngjandi, öfgafull og siðspillt.
Átakasvæðin eru innan fjölskyldunnar þar sem ráðríkar mæð-
ur krefjast ómögulegra fórna, eða hjón, einangruð frá samfél-
aginu, eru föst í skelfilegum heimatilbúnum ritúölum.
Sögusviðið er aflokað, dimmt og innilokunarkenndin er ráð-
andi.11
Skilningur King á fjölskyldunni sem átakasvæði, þar sem karlremba og
ástleysi, óháð efnum og aðstæðum birtist sem öfgafullt ofbeldi, kemur
fram — ekki einungis í myndum Ripsteins — heldur enn fremur í mynd-
um yngri leikstjóra frá upphafi nýrrar aldar eins og Hundaástum, Og
mamma þín líka, Sársauka ástarinnar, Fjóluilmi (2001, Marisa Sistach,
Perfume de violetas) og Glæp föður Amaro (2002, Carlos Carrera, El crimen
de Padre Amaro) þar sem tilfinningaleg átök og samskipti kynjanna gerast
enn flóknari. Í umræddum myndum er sjónum beint að sérstæðum stað-
bundnum mexíkóskum veruleika um leið og sammannlegar skírskotanir
hafa ráðið miklu um vinsældir myndanna víða um heim.12
Breski fræðimaðurinn Deborah Shaw heldur því fram að myndin
Hundaástir varpi sérstöku ljósi á „líf nútímamannsins í borginni“.13 Hún
leggur áherslu á að myndin sýni „hvernig líf einstaklinganna samtvinnast“
10 David R. Machiel bendir í grein sinni „Serpientes y Escaleras: The Contemporary
Cinema of Mexico 1976–1996“, New Latin American Cinema: Studies of National
Cinemas, ritstj. Michael T. Martin, Detroit: Wayne State University Press, 2003,
bls. 94–121, á það hvernig „mexíkósk kvikmyndagerð hefur beint sjónum að hefð-
um, gildum, samfélagslegum málefnum, kynhlutverkum, pólitískum álitaefnum,
sögulegri fortíð, sjálfsmyndum, þjóðareinkennum og menningu landsins“ (94).
Fagurfræðilega segir hann: „hefur hún endurspeglað glæsileika, ástríður, litríka
þjóðmenningu og listir“ (94). Hann bætir enn fremur við að „í fyrsta skipti frá því
á Gullöldinni, mætti segja sem svo að kvikmyndagerð í Mexíkó sækist eftir spenn-
andi framtíð jafnt sem glæstri fortíð“ (117).
11 John King, Magical Reels, bls. 263.
12 Stephan M. Hart, A Companion to Latin American Cinema, Woodbridge: Tamesis,
2004, bls. 13.
13 Deborah Shaw, Contemporary Cinema of Latin America: Ten Key Films, London:
Continuum, 2003, bls. 36.
hólmfRíðuR GaRðaRsDóttiR