Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 127
127
um leið og hún beinir sjónum sérstaklega að því að skoða aðgreiningu
samfélagshópa innan stórborgarmarkanna, auk „jaðarstöðu kvenna og
valda stöðu karlmennskunnar“.14 Sjálfur hefur leikstjóri myndarinnar bent
á að ætlun hans hafi verið að storka stöðluðum ímyndum um íbúa Mexíkó,
eins og þær birtast t.d. í bandarísku kvikmyndunum Mexíkóanum (2001,
Gore Verbinski, The Mexican) og Umferð (2000, Steven Soderbergh,
Traffic).15
Rétt er að vekja athygli á því að Mexíkó hefur frá upphafi tuttugustu
aldar verið í fararbroddi kvikmyndagerðar í Rómönsku Ameríku.16 Þegar
myndir eins og þær sem tilteknar eru hér að framan, og ekki síður nýrri
myndir eins og Blóð af mínu blóði (2007, Christopher Zalla, Sangre de mi
sangre), Hrifsaðu frá mér lífið (2008, Roberto Sneider, Arráncame la vida) og
Nafnlaus (2008, Cary Fukunaga Sin nombre) eru rannsakaðar samkvæmt
félagsfræðilegum kenningum Enrique del Acebo Ibáñez er um nokkur
nýmæli að ræða því að sjónir fræðimanna hafa til þessa frekar beinst að
stjórnmálalegri greiningu en félagsfræðilegri.17 Fræðimaðurinn Geoffrey
Kantaris fikrar sig þó í þessa átt, en kemst ekki lengra en að sögulegu yfir-
liti og umfjöllun um áhrif hnattvæðingar á kvikmyndagerð samtímans.18
Hann gælir við kenningar um tengsl sjálfsmyndar og staðsetningar (e.
identity og locality), en lætur sér nægja að komast að því að „hreyfanleiki
þess staðbundna“ birtist í mexíkóskri kvikmyndagerð með því að sögu-
persónur samtímakvikmynda leiti sífellt að lausnum utan þess samfélags
sem þær tilheyra.19 Hugtakið sem hann notar um þennan staðbundna
14 Sama rit, bls. 37 og 55.
15 Sjá t.d. „Alejandro González Iñárritu – Interviews“, movies.msn.com/celebrities/.../
alejandro-gonzález-iñárritu/ (sótt 8. júlí 2010).
16 Sjá nánari umfjöllun höfundar í greininni „Speglun og spegilmyndir“, Ritið
1/2009, bls. 7–29.
17 Bent er á áhrifamikla grein Solanas og Getino „Í átt að þriðju kvikmyndinni“, þýð.
Hólmfríður Garð arsdóttir, Áfangar í kvikmyndafræðum, ritstj. Guðni Elísson,
Reykja vík: Forlagið, 2003, bls. 281–304. Þar kynna þeir hugmyndir sínar um
þriðju kvikmyndina sem fólu í sér að hvorki mátti fegra eða sverta, ýkja eða draga
úr, heldur segja söguna eins og hún væri og frá sjónarhóli alþýðunnar. Þeir lögðu
áherslu á að kvikmyndagerðarmenn álfunnar bæru umfangsmikla ábyrgð og hún
fæli í sér kvöð um réttsýni og réttláta „meðferð“ umfjöllunarefna.
18 Geoffrey Kantaris „Cinema and Urbanías: Translocal Identities in Contemporary
Mexican Film“, Bulletin of Latin American Research 25, hefti 4, 2006, bls. 517–527.
19 Sama rit, bls. 525. Rétt er að árétta að urbanías er nýyrði í spænsku og er dregið af
nafnorðinu la urbe (s. urbanización eða urban space á ensku). Það vísar til þess sem
RÍKJANDI RÓTLEYSI