Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 128
128
veruleika, urbanías, er víðast hvar notað um risavaxnar stórborgir þróun-
arlanda sem sprottið hafa upp án afskipta skipulagsyfirvalda. Það vísar til
milljóna samfélaga, eins konar organískra þéttbýliskjarna þar sem öllu ægir
saman og nefndir hafa verið fjórði heimurinn (s. el cuarto mundo).20 Um er
að ræða stórborgarsamfélag þar sem margmenningarleg óreiða og kaótísk
hverfavæðing ræður hversdagslífi einstaklinganna í risastórum fátækra-
hverfum. Fræðimaðurinn Catherine Leen beinir sjónum að þessum híbýl-
um samtímans í grein sinni „City of Fear: Reimagining Buenos Aires in
Contemporary Argentine Cinema“ þar sem hún ræðir „ömurlegar og
ógnandi ímyndir borgarinnar“.21 og þótt hún fjalli fyrst og fremst um
nýlegar argentínskar stórborgarmyndir þá eiga athugasemdir hennar ekki
síður vel við um mexíkósku kvikmyndirnar sem hér eru til skoðunar. Hún
bendir á að: „Borgin er endursköpuð í kvikmyndum samtímans sem staður
þar sem vonarglætu er enn að finna þegar og ef óþægilegar staðreyndir eru
opinberaðar af heiðarleika, mannúð og jafnvel gamansemi“.22 Hún kemst
að þeirri niðurstöðu að spilling sé helsta umfjöllunarefnið í argentínskri
kvikmyndagerð samtímans og að draumurinn um að komast burt birtist
sem síendurtekið leiðarstef. Enn fremur leggur hún áherslu á að ótti og
angist, auk takmarkaðra tækifæra íbúanna vegna stjórnmálaóreiðu og ekki
síður efnahagshrunsins árið 2001, myndi áberandi bakgrunn myndanna.
Sú niðurstaða hennar á einkar vel við um mexíkósku stórborgarmyndirnar
sem greindar verða hér á eftir.
kalla mætti á ensku „urbanhood“, og er eins konar afleiða hugtaksins ciudadanía
eða „citizenship“.
20 Hugtakið „fjórði heimurinn“ (s. el cuarto mundo) er notað víða um Rómönsku
Ameríku þegar fjallað er um fátækrahverfi stórborga álfunnar. Hverfin hýsa gjarn-
an aðflutta og oft atvinnulausa verka- og sveitamenn sem koma sér og fjölskyldu
sinni upp þaki yfir höfuðið úr hverju því sem til fellur innan sem utan borgarmark-
anna. Sjá t.d. http:/wwwkalipedia.com/geografia-peru/tempa/cuarto-mundo.
html?x=20070417klpgeora_215.Kes&ap=0 (sótt 8. júlí 2010). Sjá enn fremur skrif
sílesku skáldkonunnar Diamelu Eltit, sérstaklega skáldsögu hennar Fjórði heimur-
inn (2003, El cuarto mundo).
21 Catherine Leen, „City of Fear: Reimagining Buenos Aires in Contemporary
Argentine Cinema“, Bulletin of Latin American Research 27, hefti 1, 2008, bls. 466.
22 Sama rit, bls. 280.
hólmfRíðuR GaRðaRsDóttiR