Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 129
129
Að brjótast úr viðjum vanans: „Hver þorir?“23
Í mexíkósku stórmyndinni Hundaástir blasir við ringulreið stórborgarsam-
félagsins strax á upphafsmínútum myndarinnar.24 Tveir ungir menn á
pallbíl þeytast eftir götum stórborgar með særðan hund í aftursætinu.
Þeim er veitt eftirför, skotvopnum er beitt og hraðinn eykst. Byggingar,
breiðstræti, ökutæki og fólk af ólíkum uppruna hrökklast burt undir þung-
um takti mexíkóskrar rokktónlistar. Skyndilega gerist það! Óumflýjanlegur
árekstur, yfirþyrmandi hávaði, skelfingaróp, sársaukakvein og svo íþyngj-
andi þögn í nokkur sekúndubrot. Áhorfandinn situr í áfalli, en um leið og
fórnarlömbin opna augun eitt af öðru eða hreyfa útlim losnar um spennuna
að nýju. Óskildar og ólíkar sögur þeirra sem í slysinu lenda verða efniviður
myndarinnar þegar leikstjórinn tvinnar saman frásagnir úr fjölmenning-
arsamfélagi Mexíkóborgar.
Fléttan sem úr verður er samsett úr þremur ólíkum fjölskyldusögum
þar sem lýst er daglegu lífi fólks í tilteknum borgarhluta þar sem ólík
hverfi mætast. Sú mynd sem dregin er upp af stórborgarsamfélaginu ein-
kennist af mannmergð og ringulreið. Íbúarnir eru af ólíkum uppruna og
stéttum, þeir búa í nálægð en við afar mismunandi aðstæður. Deborah
Shaw telur myndina „vekja áhuga á því persónulega sem aðgreindu frá því
stjórnmálalega og útskýra erfiðleika sögupersónanna með stöðu þeirra
innan brotinna fjölskyldna.”25 Aðalsaga myndarinnar sprettur úr lágstétt-
arsamfélagi borgarinnar og segir sögu oktavíó (Gael García Bernal), ungs
manns sem dreymir um að flytjast brott með mágkonu sinni Súsönnu
(Vanessa Bauche). Til að sá draumur geti orðið að veruleika þarf hann fyrst
að vinna ástir hennar, svíkja bróður sinn og vinna sér inn fé með því að láta
heimilishundinn, Cofi, taka þátt í hrottalegu hundaati. önnur saga mynd-
arinnar fjallar um Daníel (Álvaro Guerrero), fjörutíu og tveggja ára frama-
gjarnan ritstjóra tískutímarits, sem fer frá eiginkonu sinni og dætrum til að
geta hafið nýtt líf með spænsku ofurfyrirsætunni Valeríu (Goya Toledo).
23 Hér er um að ræða þýðingu á titli ritgerðar eftir síleska rithöfundinn Roberto
Bolaño þar sem hann gerir góða daga og bókmenntir í Mexíkó að umtalsefni. Sjá
„Quién es el valiente?“, Entre paréntesis, Madrid: Cátedra, 2008, bls. 317–321.
24 Hundaástir hefur unnið til fjölda verðlauna á undanförnum árum, þar á meðal til
BAFTA-verðlaunanna. Hún var enn fremur tilnefnd til Óskarsverðlauna sem
besta erlendra myndin árið 2003. Iñárritu gerði myndina Babel (2003) en hún skil-
aði honum verðlaunum sem besta leikstjóra á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið
2006.
25 Deborah Shaw, bls. 60.
RÍKJANDI RÓTLEYSI