Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 130
130
Eftir að Valería lendir í fyrrnefndu slysi og slasast alvarlega, reynir svo um
munar á samband elskendanna og segja má að draumurinn um hamingju-
ríkari framtíð breytist í martröð. Þriðja sagan fjallar um fyrrverandi pró-
fessor, skæruliða og pólitískan fanga, „el Chivo“, sem nú vinnur fyrir sér
sem leigumorðingi. Hann er þjakaður af eftirsjá yfir því að hafa yfirgefið
konu sína og unga dóttur fyrir tæpum tuttugu árum og slegist í hóp skæru-
liða í baráttu fyrir betri heimi. Strax frá upphafi verður áhorfandanum ljóst
að allar persónur myndarinnar eiga í glímu við persónuleg vandamál og
hvað karlmennina varðar virðist úrlausn þeirra fólgin í beitingu ofbeldis.
Shaw bendir á að leikstjóranum takist sérstaklega vel að tengja sögurnar
saman með því að skipta stöðugt um sjónarhorn og samtvinna ólíkar frá-
sagnir. Hún ítrekar að „samsettu sjónarhornin“ skapi andrúmsloft marg-
menningar og margbreytileika sem endurspegli veruleika stórborgarinnar
um leið og þau ítreki aðaláherslur leikstjórans.26
Þessi víxlklipptu sjónarhorn hafa það að markmiði að tengsl
bræðranna, hundsins og el Chivo verði augljós. Þeim er ætlað
að varpa ljósi á ofbeldi, efnishyggju og karlrembuna í
samfélaginu, þar sem menn berjast, hætta lífi hunda sinna og
drepa hvern annan, allt fyrir peninga og völd. [...] Persónum
Hundaásta er greinilega ætlað að endurspegla mexíkóskt
samfélag og gagnrýna ofbeldi og skort á mannúð.27
Til að ítreka enn frekar umfang ofbeldisins flakkar Iñárritu síendurtekið á
milli þessara þriggja sagna. Juan Antonio Bermúdez bendir í gagnrýni
sinni á að í þeim komi saman sá hrikalegi en um leið undursamlegi taktur
sem einkennir Mexíkóborg. Hann telur að borginni megi líkja við til-
raunastofu sem er þéttskipuð fólki frá hinum svokallaða fjórða heimi. Þar
ægi saman ólíkum stéttum og kynþáttum, og við blasi að meginþorri íbú-
anna búi við fátækt ef ekki örbirgð og öryggisleysi.28 Athygli vekur að með
síendurteknum skiptingum sjónarhorna nær leikstjórinn fram þeim öng-
þveitisáhrifum sem Carlos Monsiváis gerir m.a. að umtalsefni í greininni
26 Sama rit, bls. 58.
27 Sama rit, bls. 58 og 59.
28 Juan Antonio Bermúdez, „México vive“, Cinestrenos.com, 2003, http://wwwci-
neestrenos.com/cartelera/critica/aperros/aperros.htm (sótt 8. júlí 2010).
hólmfRíðuR GaRðaRsDóttiR