Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 132
132
þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Samfélagshlutverk Ramíró er að sjá
fyrir sér og sínum, nokkuð sem honum tekst því miður ekki, þrátt fyrir
ránsferðir í lyfjaverslanir víða um borgina eftir að daglaunavinnu í stór-
markaði hverfisins lýkur. Hlutverk oktavíó felst í því að veita móðurinni
stuðning, klára vonandi framhaldsskólann og klifra eitt þrep upp sam-
félagsstigann. Rýmisleg rótfesta bræðranna ætti samkvæmt hefðinni að
vera meðal eldri karla í hverfinu og innan vébanda fjölskyldunnar á heimili
móður þeirra. En hvorki þar né annars staðar nýtur Ramíró virðingar né
sérstakrar velvildar, enda mótast óöryggi allra hlutaðeigandi af því að hann
stendur ekki undir hlutverki fyrirvinnunnar. Félags- og menningarlegri
rótfestu hans er ógnað. Hann finnur ekki til samkenndar með vinnu félögum
sínum og sem smákrimmi nýtur hann engrar virðingar. Hann er raunar
hundeltur og lifir í stöðugum ótta. Reiðin og rótleysið brjótast fram í vald-
beitingu gagnvart fjölskyldunni og þá aðallega kornungri konu sinni.
Samkvæmt kenningum Ibáñez og félagsfræðingsins Henry Lefebvre
má skilja stöðu Ramíró sem jaðarstöðu.31 Rétt eins og öðrum fulltrúum
stórborgarsamfélags Mexíkóborgar sem kynntir eru til leiks í myndinni
Hundaástir tekst honum ekki að samsama sig með neinni tiltekinni félags-
legri einingu. Honum tekst heldur ekki að skapa sér „færanlegt mið lægi“,
þ.e. eins konar eigið rými sem hann finnur til samsömunar með og
Lefebvre skilgreinir sem merkingarfræðilegt heildarsvið.32 Óöryggi og
einangrun lýsir sér í öfgafullri einstaklingshyggju sem leiðir sögupersón-
urnar í ógöngur og í tilfelli Ramíró í dauðann.33 Sé rétt að áætla að fjöl-
skyldan og heimilið hafi fyrr á tímum myndað hornstein rótfestunnar og
fest hana í sessi blasir í myndinni við að sú kjölfesta er ekki lengur fyrir
hendi. Vert er að rifja upp að í rannsóknum sínum leggur Ibáñez sérstaka
áherslu á þau flóknu félagstengsl innan stórborgarmarkanna sem ætlað er
að koma í stað fjölskyldunnar. Hann nýtir sér misvísandi kenningar ólíkra
fræðimanna til að skerpa á þessum átökum og segir:
Hugmyndir Lefebvre eru í fullkominni mótsögn við hugmyndir
Spenglers sem taldi umhverfi siðmenningar og hnignunar birt-
ast í borginni. [...] Þessi „sigrihrósandi sýn“ á þéttbýlið, þessi
samruni sem nær lengra en andstæðurnar borg og sveit, verður
til hjá Lefebvre í framhaldi af hnignun borgarinnar. Hugmyndir
31 Enrique del Acebo Ibáñez, Félagsfræði rótfestunnar, bls. 156.
32 Sama rit, bls. 152–153.
33 John King, Magical Reels, bls. 265.
hólmfRíðuR GaRðaRsDóttiR