Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 133
133
hans um „þróun þéttbýlisins“ miða að því að gera mannúðlegri
þá hefð að umbreyta „heimilinu“. Heimili „sameinar“ ekki ein-
göngu formgerð og hið félagslega heldur þjónar því hlutverki að
frelsa hvern íbúa fyrir sig.34
Í takt við kenningar King um „fjölskylduna sem átakasvæði“ hefur heimilið
glatað hlutverki sínu sem griðastaður. Í Hundaástum virðist þar enginn
óhultur né finnst heimilismeðlimum sem þeir taki þátt í að móta þá menn-
ingu og þau gildi sem þar eru höfð að leiðarljósi.35 Í sögu bræðranna er
heimilið yfirráðasvæði móðurinnar. Ramíró gerir tilraun til að mæta vænt-
ingum hennar og hasla sér þar völl sem uppkominn eldri sonur en mis-
tekst. Möguleikar ófaglærðs verkamanns í stórborgarsamfélagi Mexíkó-
borgar við árþúsundalok eru takmarkaðir og ekki í samræmi við það sem af
honum er vænst. Hann teygir sig lengra og grípur til ógna og ofbeldis
innan og utan heimilisins og geldur fyrir með lífi sínu.36 örvinglun og
úrræðaleysi þeirra sem eftir lifa verður hróplegt og neindin nær tökum á
þeim.
Efnistök hinna frásagnanna sem mynda sögufléttu kvikmyndarinnar
ríma við þessar niðurstöður. Spænska ofurfyrirsætan Valería býr í glæsilegu
nýtískulegu blokkahverfi. Við fyrstu kynni virðist hún hafa ágæta stjórn á
lífi sínu sem farsæl fyrirsæta. Hún hefur sannfært manninn sem hún elskar,
Daníel, um að yfirgefa eiginkonu sína og dætur og hefja með sér nýtt líf.
Út um glugga nýju íbúðarinnar blasir við félagslegt tákn hennar — risa-
stórt ilmvatnsauglýsingaspjald með mynd af henni sjálfri. Þegar fagurskap-
aður fótleggur hennar kubbast í sundur í slysinu umturnast líf hennar.
Hún birtist áhorfendum í annað sinn á tjaldinu ómáluð og ótilhöfð í
sjúkrarúmi. Skrúfur og járnpinnar standa í allar áttir og hennar bíður aug-
ljóslega margra ára endurhæfing. Félagsleg staða hennar er í hættu og um
leið rótfestan. Fyrirsætuframinn er úr sögunni og í kjölfar atburðanna
34 Sama rit, bls. 156.
35 Sama rit, bls. 26.
36 Það ofbeldi sem mótað hefur sögu Rómönsku Ameríku allt frá tímum landvinn-
inganna, og án efa miklu fyrr, er ráðandi leiðarstef og birtist í öllu mögulegu og
ómögulegu samhengi. Það er líkamlegt og andlegt, það er pólitískt og glæpsam-
legt, og það er jöfnum höndum opinbert og hluti af einkalífi íbúanna. Sjá meðal
annars umfjöllun Deborah Shaw í bók hennar Contemporary Cinema of Latin
America, bls. 66–67 og þeirra Mark Shiel og Tony Fitzmaurice í bók sinni Cinema
and the City: Film and Urban Societies in a Global Context, oxford: Blackwell
Publishers, bls. 3–5.
RÍKJANDI RÓTLEYSI