Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 134
134
verður hún að hálfgerðum fanga í nýju draumaíbúðinni þar sem angist og
óöryggi einkenna daglegt líf hennar. Hún missir tökin á tilverunni og sjálf-
stæða konan sem blasir sífellt við henni út um gluggann, konan sem kær-
asti hennar heillaðist upphaflega af, er ekki lengur til. Hún er fjarri heima-
landi sínu, Spáni, og samband hennar við Daníel hangir á bráþræði. Þegar
auglýsingaskiltið er að lokum fjarlægt verður verknaðurinn táknrænni en
ella þar sem hún hefur þá misst fótinn og um leið samfélagslega stöðu sína
í Mexíkó. Lífið sem hún þekkti, þær reglur og gildi sem hún samsamaði sig
með hafa orðið að engu. Við henni blasir einangrun og afskiptaleysi því að
hún finnur hvorki félags-, menningar- né rýmislega rótfestu og eins mót-
sagnakennt og það kann að hljóma þá einangrar hún sig frá félagslegum
þörfum sínum. Hún situr í hjólastólnum og bíður eftir að Daníel birtist.
Þegar það dregst síendurtekið verður umbreytingin á tilveru hennar enn
átakanlegri því að auður veggurinn þar sem auglýsingaskiltið hékk áður
myndar bakgrunn myndskeiðanna. Einangrunin sem hún býr við, endur-
speglast í iðandi mannlífinu sem blasir við út um gluggann og það ítrekar
afskiptaleysið og leiðann. Hún virðist tapa eiginleikanum til að undrast og
tilveran hættir að birta henni áhugaverða valmöguleika. Frá öllum sjónar-
hornum og myndskeiðum virðist nístandi einmanakenndin æ nöturlegri.
Þegar sjónum er beint að aðstæðum Daníels virðist ljóst að honum
hefur einnig verið kastað inn í öldurót uppstokkunar. Í hringiðu sjúkrahús-
heimsókna og atvinnutengdra átaka sést hann hringja til fyrrverandi eigin-
konu sinnar en skorta áræði og hann leggur frá sér tólið þegar hún svarar.
Síðar í myndinni sést þegar hringt er til hans á nýja heimilið, en þegar
Valería svarar er lagt á hinum megin. Þrátt fyrir að vera fulltrúi þeirra sem
meira mega sín í mexíkósku samfélagi er Daníel jafn sambandslaus við
fortíð sína og samtíma og aðrir. Sú félags- og menningarlega rótfesta sem
tengist atvinnu hans stendur að einhverju leyti traustum fótum, en sú sem
snýr að fjölskyldu- og einkalífi er í uppnámi. Hann tilheyrir engu tilteknu
rými og fjarvera hans verður sífellt meira áberandi. Sem fjölskyldufaðir
hefur hann brugðist og djásn hans, erlenda ofurfyrirsætan, brotnað í þús-
und mola. Þrátt fyrir hærri stéttarstöðu og efnahagslegt forskot stendur
hann á svipuðum tímamótum og aðrar sögupersónur myndarinnar.37
Þriðja sagan sem myndin hverfist um segir af „el Chivo“ — eldri manni
í slitnum fötum sem ráfar um götur borgarinnar með hóp flækingshunda í
37 Anna ortiz Guitart og Cristóbal Mendosa ræða mótsagnakennda hverfaskiptingu
Mexíkóborgar í grein sinni „Vivir (en) la ciudad de México“, Latin American
Research Review 43, hefti 1, 2008, bls. 114–115.
hólmfRíðuR GaRðaRsDóttiR