Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 135
135
kringum sig. Langar skítugar neglurnar, óhirt skeggið og sítt, strítt, grátt
hárið, ásamt vagni sem hann ýtir á undan sér, gefa tilefni til að halda að hér
sé flækingur á ferð. En smám saman verður áhorfandanum ljóst að „el
Chivo“ á sér aðra og glæstari fortíð. Hann var einn þeirra fjölmörgu mið-
stéttarmenntamanna sem yfirgáfu stétt sína og stöður, konur sínar og börn
fyrir hugsjónir vinstri manna á sjöunda áratugnum. Í Hundaástum birtist
hann sem holdgervingur hugmyndarinnar um „nýja manninn“, byltingar-
sinnaða hugsjónamanninn sem lagði allt í sölurnar. En byltingin mis-
heppnaðist og afturhvarf til fyrri tíma er óframkvæmanlegt. „El Chivo“
brást skyldum feðraveldisins og á ekki afturkvæmt. Reiðin og ef til vill
sorgin kraumar undir. Hann beinir stálgráum hvössum augunum í heift að
öllum þeim sem nálgast hann á sama tíma og alúð hans beinist eingöngu
að heimilislausum flækingshundum. Verkefni hversdagsins snúast um það
að lifa af og skjóta þá sem hann fær greitt fyrir — aðallega iðnjöfra og
spillta stjórnmálamenn. Samsömun hans með umhverfinu er, að því er
virðist, engin. Hann deilir hvorki verðmætamati né lífsgildum með öðrum,
hann tilheyrir hvorki tilteknum stað né félagseiningu og harkan birtist sem
afleiðing óöryggis og vantrausts.
Séu aðstæður Daníels, „el Chivo“, oktavíós og Ramírós dregnar upp
sem dæmisögur eða persónugerving á fallvaltri stöðu feðraveldisins við
upphaf tuttugustu og fyrstu aldarinnar er ekki úr vegi að beina sjónum sér-
staklega að konunum. Valeríu og Súsönnu er teflt gegn ríkjandi karla-
menningu og jaðarstaða þeirra og hlutskipti verða enn meira áberandi þar
sem sameiginlegt valdaleysi þeirra virðist óháð efnahag og stéttarstöðu.38
Hlutskipti beggja virðist alltumlykjandi en næsta ósýnilegt þjónustuhlut-
verk. Menning kvennanna eins og hún kemur fyrir í myndinni á sér ekki
eiginlegan stað. Hún er einskonar viðhengi eða jafnvel skuggi tilveru karl-
anna sem þær eru í tygjum við. Líkt og Helga Kress ræðir í Máttugum
meyjum, og byggir á kenningarlíkani Edwin Ardener um átök menninga,
þá virðist menningarheimur kvennanna mega sín lítils gagnvart ríkjandi
karlamenningu — þrátt fyrir ríkjandi rótleysi einstaklinganna sem henni
tilheyra. Ardener leggur í kenningum sínum áherslu á tilvist ríkjandi og
víkjandi menningarheima innan sömu samfélagsheildar. Rétt eins og kúb-
verski fræðimaðurinn Fernando ortiz, veltir hann fyrir sér hvað það er
sem ræður úrslitum um áhrif, umfang og völd tiltekinnar menningar-
38 Sjá greiningu höfundar á mótun sjálfsmyndar kvenna í samfélögum Rómönsku
Ameríku í bókinni La reformulación de la identidad génerica en la narrativa de mujeres
argentinas de fin de siglo XX, Buenos Aires: Corregidor, 2005.
RÍKJANDI RÓTLEYSI