Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 136
136
heildar eða í þeim tilfellum sem hér eru til skoðunar tiltekinna menningar-
afkima.39 Í Hundaástum er þöggun kvennamenningarinnar áberandi og
reynsla þeirra er ekki í forgrunni heldur verður að eins konar undirtexta
sem lesa má á milli lína eða geta sér til um.40 Saga Súsönnu er sögð sem
afleiða af sögu bræðranna og saga Valeríu er afleidd frásögn um siðlausa
efri millistétt sem lifir úr tengslum við hversdagslegan veruleika.41
Menningarafkiminn sem konurnar fylla stendur höllum fæti gagnvart ráð-
andi og ríkjandi feðraveldinu. Aðalpersónur Hundaásta, dáðlausu karl-
mennirnir sem gerð hefur verið grein fyrir, njóta þess að tilheyra feðra-
veldinu (s. el patriarcado) en gjalda þess hversu fastmótaðar hugmyndirnar
um það eru. Þeir finna ekki til samsömunar með gildum þess en skortir
dug og viðeigandi fyrirmyndir. Rótleysi þeirra og einangrun verður ráð-
andi.42
Í Hundaástum virðist fjölskyldan, grundvallareining kaþólskra samfé-
laga, gegna takmörkuðu hlutverki. Fjölskyldulíf allra þeirra sem við sögu
koma í myndinni mótast þráfaldlega af hinum fjarverandi föður (s. el padre
ausente). Móðir oktavíó býr með sonum sínum sem leitast við að axla fyr-
irvinnuábyrgð karlmannsins þrátt fyrir ungan aldur. Þegar bróðir oktavíó
deyr endurtekur sagan sig og Súsanna stendur eftir með barn á handleggn-
um og annað á leiðinni. Í tilfelli Valeríu hefur hún lokað á samskipti við
föður sinn á Spáni og ástmaður hennar, Daníel, yfirgaf konu og dætur til
að vera með henni. Leigumorðinginn „el Chivo“ gerði slíkt hið sama.
Hann helgaði líf sitt pólitískri baráttu sem, að því er virðist, bar engan
árangur. Þegar hér er komið sögu býr hann í yfirgefnu iðnaðarhúsnæði og
ígrundar valkosti tilverunnar. Hann gerir sér grein fyrir mistökum sínum
og vill verða þátttakandi í lífi dóttur sinnar að nýju, nokkuð sem fyrir
39 Sjá Edwin Ardener, „Belief and the Problem of Women and the ,Problem‘
Revisited,“ Feminist Anthropology: A Reader, ritstj. Ellen Lewin, oxford: Blackwell
Publishing, 2006, bls. 47–66; Fernando ortiz, „Los factores humanos de la cub-
anidad“, Fernando Ortiz y la cubanidad, ritstj. Norma Suárez, Havana: Fundación
Fernando ortiz og Ediciones Unión, 1996.
40 Helga Kress, Máttugar meyjar: Íslensk fornbókmenntasaga, Reykjavík: Háskólaút-
gáfan, 1993. Vert er að árétta að Helga nýtir kenningar breska félagsmannfræð-
ingsins Edwin Ardener (1927–1987) til greiningar á íslenskum fornbókmenntum
en þær eiga ekki síður við um mannlíf samtímans og mexíkóska menningu við
upphaf tuttugustu og fyrstu aldar.
41 Janet Greenberg, „Introduction“ og „A question of blood“, Women, Culture and
Politics in Latin America, Santa Barbara: University of California Press, 1990, bls.
1–2 og 133–58.
42 Enrique del Acebo Ibánez, Félagsfræði rótfestunnar, bls. 26.
hólmfRíðuR GaRðaRsDóttiR