Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 137
137
löngu er orðið of seint. Í staðinn skilur hann eftir álitlega peningaupphæð
í herbergi hennar ásamt skilaboðum um ást sína og eftirsjá. „El Chivo“
virðist bera tilfinningu um rýmislega rótfestu sem tengist fyrrverandi
heimili hans „innra með sér“.43 Hann afneitaði hins vegar þeirri tilvist og
því verðmætamati sem þar réði ríkjum fyrir tuttugu árum þegar hann gekk
til liðs við uppreisnaröflin. Hann á ekki afturkvæmt og í lok myndarinnar
stendur hann frammi fyrir því að hefðbundið forsjárhlutverk föðurins er í
raun eina hlutverkið sem hann getur uppfyllt í lífi dóttur sinnar. Eins og
aðrar kvenpersónur myndarinnar er dóttirin háð fjárframlagi karla. Eina
ögrunin við þetta fyrirkomulag birtist í efnahagslegu sjálfstæði Valeríu í
upphafi myndarinnar. Fótamissi hennar má e.t.v. túlka sem óbilgjarna leið
leikstjórans til að koma henni „á sinn stað“, eða tryggja að sjálfstæði henn-
ar verði ekki viðvarandi ástand og ógni þannig rótgrónu karla- og feðra-
veldi Mexíkó. Fyrirvinnuhlutverk karla er ótvírætt og það ítrekað jafnvel
þótt samtímis sé vakin athygli á því að í stórborgarsamfélagi nútímans, þar
sem hefðir og venjur eru í upplausn og rótleysi ríkjandi, sé það úrelt hug-
mynd að karlmönnum beri einungis að uppfylla fyrirvinnuskylduna enda
bjóði neyslusamfélag stórborgarinnar ekki endilega upp á þann kost.
Þegar sjónum er beint að fleiri kvikmyndum frá Mexíkó bregður
umfjöllun um staðalmyndir kynjanna og hlutverk karla og kvenna þráfald-
lega fyrir. Í myndinni Og mamma þín líka (2001, Alfonso Cuarón, Y tu
mamá también) er kastljósinu beint að vinunum Tenoch (Diego Luna) og
Júlio (Gael García Bernal), sem eru léttlyndir mexíkóskir menntskælingar
að útskrifast. Þeir eru staddir í brúðkaupi og kynnast hinni stórglæsilegu
Lúísu (Maribel Verdú), spænskri eiginkonu frænda Tenoch. Þeir heillast af
konunni og bjóða henni með sér til afskekktrar strandar sem þeir segja
vera þá fallegustu sem um getur. Eftir að Lúísa missir trúna á hjónaband
sitt nokkrum dögum síðar, og henni berst úrskurður um að hún sé haldin
ólæknandi sjúkdómi, ákveður hún að taka tilboði piltanna og þremenning-
arnir leggja upp í ferðalag án þess að nokkurt þeirra viti í raun hvert för-
inni er heitið.44 Á ferð sinni skiptast strákarnir og Lúísa á persónulegum
frásögnum sem styrkja vináttuböndin á milli þeirra um leið og þau verða
sífellt nánari. Kvikmyndin verður að eins konar vegamynd og á sama tíma
43 Sama rit, bls. 27.
44 Sjá ítarlega umfjöllun Nuala Finnegan í greininni „‚So What’s Mexico Really
Like?‘: Framing the Local, Negotiating the Global in Alfonso Cuarón’s Y tu mama
también“, Contemporary Latin American Cinema, ritstj. Deborah Shaw, New York:
Rowman & Littlefield Publishers, 2007, 29–51.
RÍKJANDI RÓTLEYSI