Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 139
139
líkamans“47 og myndin sem hér er gerð að umtalsefni virðist staðfesta
þessa athugasemd því að myndin er lituð sældarhyggju sem þó er ekki án
þjáninga.48
Kímnigáfa fléttar gullinn þráð í gegnum Og mamma þín líka en undir
niðri leynist saga sem snýst um það að allt sé í lífinu hverfult. Tenoch, Júlio
og Lúísa standa öll á tímamótum. Viðteknum hugmyndum hvers og eins
um öryggi og framtíðarhorfur er ógnað; annars vegar þegar hjónaband
Lúísu molnar í sundur og heilsa hennar brestur og hins vegar þegar þess er
krafist af piltunum að leiðir skilji um leið og þeir ganga inn í heim fullorð-
inna karla í samfélagi þar sem stéttarstaða mótar líf hvers og eins umfram
annað. Á ferðalaginu njóta þau frelsis. Gildin og hefðirnar sem þau hafa
dregið í efa eru teknar úr sambandi. Um stund njóta þau staðleysunnar —
þess að vera frjáls úr rýminu, menningunni og frá gildunum sem alla jafna
halda þeim föngnum. Rótleysi blasir við en það verður ekki að ógnandi afli
fyrr en þau snúa til baka til stórborgarinnar undir lok myndarinnar. Kvaðir
samfélagsins beina þeim á brautir sem þau samsama sig ekki með og fram-
tíðarsýnin veldur angist og einmanakennd. Sakleysi æskunnar er að baki
og við tekur nýtt tilverustig þar sem viðtekin viðmið vekja ekki áhuga.
Áhorfandinn er skilinn eftir í óvissu um leið og gefið er í skyn að óham-
ingja piltanna um ókomna tíð sé staðreynd. Þeir megna ekki að streitast á
móti mótunaröflum stéttar sinnar og gildismati feðraveldisins. Leiðir
Tenoch og Júlio skilja og samskiptin rofna. Áhorfandinn skynjar vanmátt
þeirra í ringulreið stórborgarinnar þar sem mannmergð æðakerfisins virð-
ist ná yfirtökum á lífi þeirra.
Landsbyggðin er í myndinni máluð fögrum litum á sama tíma og stór-
borgin, sem íverustaður mexíkóskra kvikmyndagerðarmanna samtímans,
verður uppspretta verka þeirra og þeir beina að mati Carlos Monsiváis
sjónum að staðbundnum persónusögum á tímum sívaxandi alþjóðavæð-
ingar, þar sem ófegrað ofbeldi tjáir spennulosun (s. desahogo) undirliggj-
andi ofbeldishneigðar sem sprottin er af vanmætti.49 Rótfesta og rótleysi
47 octavio Paz, „Reflections: Mexico and the United States“, The New Yorker 17.
september 1979, bls. 145.
48 Yvonne Yolis, „Y tu mamá también“, http:/www.cineismo.com/criticas/y-tu-
mama-tambien.htm (sótt 8. júlí 2010).
49 Carlos Monsiváis, „El cine mexicano“, Bulletin of Latin American Research 25, hefti
4, 2006, bls. 515. Sjá enn fremur innlegg John King í greininni „Mexican Cinema:
Introduction“, Bulletin of Latin American Research 25, hefti 4, 2006, bls. 503–506.
RÍKJANDI RÓTLEYSI