Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 142
142
ingar einangrunarinnar verða afskiptaleysi og tómlæti. Karlpersónur kvik-
myndanna Hundaástir, Og mamma þín líka og Sársauki ástarinnar finna
ekki ákjósanlegan dvalar- og íverustað. Þær ganga inn í heim fullorðinna
án þess að finna til samsömunar eða eftirvæntingar. Við upphaf tuttugustu
og fyrstu aldarinnar takast þær, eins og aðrir íbúar stórborgarinnar, á við
þá staðreynd að það hefur fjarað undan feðraveldinu og þeim gildum sem
um aldir tryggðu stöðugleika þess. Konurnar í lífi þeirra öðlast við þessi
umbrot nýtt svigrúm til athafna en þær skortir bæði þor og fyrirmyndir.
Þær feta sig á braut aukins sjálfræðis en kunna fátt fyrir sér og hika. Ólíkar
væntingar kynslóðanna takast á og vettvangurinn er, enn sem komið er,
einka- og fjölskyldulífið. Samnefnarinn milli rótfestu og þess „að tilheyra
ákveðnu rými“, eins og Ibánez túlkar það, er ekki til staðar. Hrópandi and-
stæður og ringulreið la urbanía stórborgarsamfélagsins hefur velt honum
úr sessi. Rótleysið mótar tilvist íbúanna og hver beinir sjónum að sjálfum
sér. Kvikmyndagerðarmenn samtímans virðast skilja þessa upplausn sem
staðfestingu á varnar- og vonleysi, en ekki síður sem spegilmynd aðstæðna
sem krefjast enn frekari endurnýjunar svo að nauðsynleg aðlögun einstakl-
ingsins að samfélagsháttum stórborgarinnar geti átt sér stað.
ABSTRACT
Prevailing rootlessness:
Fragile youngsters in Mexican contemporary urban cinema
The issues of identity, role-models, urbanization, belonging or not belonging to a
place, culture and a social entity are pertinent to this study. The article portrays
recent theories on rootedness and rootlessness (s. arraigo and desarraigo) and offers
an analysis of the Mexican film Love’s a Bitch (2000, Alejandro González Iñárritu,
Amores perros). It’s findings are supported by a supplementary analysis of two other
recent films; And Your Mother, Too (2001, Alfonso Cuarón, Y tu mamá también) and
Loving You Hurts (2002, Fernando Sariñana, Amar te duele). All three films are set
in the bustling, hectic, disorderly city of Mexico and cast a light on young people’s
rootlessness in the urbanía environment. The central findings confirm the no tice-
able lack of suitable role-models for young people at the outset of the twenty first
century, the fragility of young people, particularly young males, and the prevailing
rootlessness of the contemporary urban city dweller.
Keywords: film studies, Mexican cinema, Amores perros, role-models, rootlessness
hólmfRíðuR GaRðaRsDóttiR